Grænar spírur, Danmörku

Grønne Spirer, Danmark
Ljósmyndari
Resen Daginstitution
Verkefnið Grænar spírur er tilnefnt fyrir starf sem miðar að þróun grænna leikskóla, sem hvetur börn og fullorðna til þess að upplifa náttúruna.

Verkefnið miðar að því að virkja börn, fræða þau um náttúruna og umhverfið og að tengja upplifun í náttúrunni heilbrigðri hreyfingu. Grænar spírur byggir á rannsóknum, sem sýna að útivist í náttúrunni gerir börnin heilbrigðari. Rúmlega 10.000 börn og 300 stofnanir taka þátt í verkefninu Grænar spírur og rúmlega 100 af stofnunum hafa unnið sérstaklega í verkefninu og flagga nú grænum fána sem er tákni virkra og grænna daga. Með það að markmiði að virkja foreldra barnana hefur verkefnið Grænar spírur þróað vefsíðu með rúmlega 250 náttúru- og umhverfisverkefnum fyrir börn og fullorðna, að vinna saman úti í náttúrinni.