Handhafi Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2014

Simon Steen-Andersen
Danska tónskáldið Simon Steen-Andersen tók á móti Tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir verkið „Black Box Music“ við verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs nema 350 þúsundum danskra króna. Þau voru afhent af verðlaunahafa síðasta árs, Pekka Kuusisto, í ráðhúsinu í Stokkhólmi. Hann las jafnframt upp rökstuðning dómnefndarinnar:

Rökstuðningur

„Með „Black Box Music“ hefur Simon Steen-Andersen (fæddur 1976), sem er nýskapandi tónskáld, skapað einstakt og ákaflega frumlegt verk. Simon Steen-Andersen leikur sér af snilld á mörkum tónsköpunar, innsetningar, raftækni og gjörninga. „Black Box Music“ er ögrandi framúrstefnutónlist sem eru engu öðru lík, en þó þarf enga forkunnáttu til upplifa hana. Það er sérstakt að ákaflega persónuleg tjáning Simon Steen-Andersens skuli hafa náð svo mikilli útbreiðslu alþjóðlega. Verk hans eru leikin af tónlistarmönnum og á hátíðum um allan heim, frá Sjanghæ til Suður-Ameríku og Evrópu. „Black Box Music“ heillar áheyrandann með stjórnlausri geggjun; hún er spaugsöm, þokkafull og ólgar af sköpunarkrafti. „Black Box Music“ uppfyllir þau skilyrði sem sett voru á þessu ári fyrir veitingu Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs: Þetta er verk í háum listrænum gæðaflokki sem telja má frumlegt innan sinnar tónlistargreinar. Uppbygging verksins er skýr og í þriðja þætti er ýmislegt sem skapað er við flutning verksins.