Simon Steen-Andersen

Simon Steen-Andersen
"Black Box Music" eftir Simon Steen-Andersen

Með Black Box Music hefur Simon Steen-Andersen (fæddur 1976), sem er margverðlaunað og nýskapandi tónskáld, skapað einstakt og ákaflega frumlegt verk. BBM er samið fyrir einleik á ásláttarhljóðfæri, sérstaklega „styrktan“ kassa, 15 hljóðfæri og vídeó. Á sviðinu stendur einleikarinn með hendurnar inni í svörtum kassa með innbyggðri myndavél og ýmsum hljóðuppsprettum. Úr kassanum spilar hann á tónkvíslar, teygjur, viftur og allt þar á milli og stjórnar samtímis hljóðfæraleikurunum fimmtán með risastórum höndum sem er varpað á tjald fyrir aftan hann. BBM er hárbeitt fjölradda tónlist sem inniheldur í senn stjórnlausa geggjun og spaugsaman, leikandi og harðan hljóðfærahávaða. Simon Steen-Andersen hefur fengið fjöldamörg dönsk og alþjóðleg verðlaun. Nú síðast hlaut hann Carl Nielsens Legat, sem er á meðal helstu heiðursverðlauna sem veitt eru í Danmörku. Verk hans, ekki síst Black Box Music, eru flutt um heim allan.