Kathrine Rosing og Nina Spore Kreutzmann

Kathrine Rosing og Nina Spore Kreutzmann
Photographer
Forlaget Milik publishing
Kathrine Rosing og Nina Spore Kreutzmann (myndir): Nasaq teqqialik piginnaanilik (Töfraderhúfan). Milik Publishing 2012

Nasaq teqqialik piginnaanilik (Töfraderhúfan) eftir Kathrine Rosing er spennandi saga um ellefu ára gamlan grænlenskan dreng sem heitir Manu. Amma hans finnur skrýtna derhúfu á ströndinni. Í ljós kemur að húfan getur skapað tengsl við Mio sem er kínverskur jafnaldri Manus. Þegar Manu hefur haft derhúfunu á höfðinu dreymir hann mjög raunverulega drauma um Mio og Mio dreymir á sama hátt um Manu. Mio átti nefnilega derhúfuna og var svo heppinn eða óheppinn að missa hana á skemmtiferð. Strákarnir segja fjölskyldum sínum og vinum frá draumunum og í fyrstu líta þau á þá sem venjulega drauma. En smám saman fá fjölskyldur og vinir drengjanna æ meiri áhuga á draumunum og að lokum sjá þau til þess að þeir geti hist í raunveruleikanum.

Textinn er einfaldur og vel skrifaður og er hann ætlaður börnum níu ára eða eldri. Bókin er myndskreytt af Nina Spore Kreutzmann sem notar teiknaðar myndir með ljósmyndir í bakgrunni. Myndskreytingarnar eru raunsæislegar en gefa þó líka ráðrúm til að beita ímyndunaraflinu og eru þar með frábær stuðningur við söguna.   Viðfangsefni sögunnar eru vitundin um hefðirnar en jafnframt opinn hugur gagnvart nútímanum og alþjóðavæðingunni, hugmyndaflug, efasemdir, draumar, vinátta, einelti, ferðalög og menningarheimar sem mætast.

Töfraderhúfan býður börnunum inn í töfraheim sem þó er raunsæislegur, þar sem innri frumhvötum er fylgt með sannfærandi árangri. Fullorðnir sem lesa söguna upphátt verða að öllum líkindum minntir á það hvað tryggð barna er mikil í raun og veru.