Oscar K. og Dorte Karrebæk (myndir)

 Dorte Karrebæk
Photographer
Forlaget Alfa
Oscar K. og Dorte Karrebæk (myndir): Biblia Pauperum Nova, 2012

Um miðja fimmtándu öld voru gefnar út s.k. fátækramannabiblíur sem áttu að stuðla að miðlun biblíusagna til allra þeirra sem voru ólæsir. Þessa hefð hefur rithöfundurinn Oscar K. öðru nafni Ole Dalgaard valið að endurvekja og nota sem ramma utan um endursögn á frásögn Nýja testamentsins af Jesú, en Oscar K. gengur skrefinu lengra þannig að frásögnin beinist ekki eingöngu að þeim sem eiga erfitt með lestur heldur einnig þeim sem eru fátækir í andanum á kristilegan hátt.

Sagan er byggð upp sem endursögn í orði og myndum af uppfærslu leikhóps á sögunni um líf Jesú - hópurinn er skipaður fólki sem er fátækt í andanum (ranglega kallaðir vangefnir).

Á stórum opnum bókarinnar fylgjumst við með smíði leiksviðsins, skipun í hlutverk og uppfærslu valdra sagna úr Nýja testamentinu og mikilvægra atburða í lífi Jesú. Bókin byggist upp af stuttum lýsandi texta, athugasemdum leikstjóra og tilvitnunum, og að hluta til af listrænum myndverkum sem lýsa leiksviði með þremur hliðum þar sem sagan gerist og til hliðar eru fjórir kassar með fólki í dýrabúningum sem koma með sínar athugasemdir.

Hver opna í bókinni inniheldur fagurfræðilegan kraft og óbeislaða ögrun. Rétt eins og ferðaleikhúshópar hafa alltaf getað heillað og ögrað áhorfendum, sbr. 7. innsiglið eftir Ingmar Bergman, þá snertir þessi bók bæði vitsmuni og tilfinningar lesarans og áhorfandans. Krafturinn kemur úr samspili þjáningar og húmors, í stöðugri framsetningu á skilyrðum lífsins í allri þess mynd, í austri úr heimildum úr fortíð og nútíð og í lotningu gagnvart hæfileika þeirra sem fátækir eru í anda til að spyrja mikilvægra spurninga.

Bókin fjallar um þá lífsleið sem kynnt er í formálanum: Af engu ertu kominn, að engu skaltu verða. Á milli einskis og einskis mætum við hlutum af því sem guðspjallamennirnir fjórir hafa sagt frá hver úr sínum leikstjórastól, en sem stillt er upp gagnvart hugsunum og reynslu sem kemur fram hjá Shakespeare, Tim Rice, Mester Eckhart, í gömlum málsháttum, hjá Einstein, Bill Clinton, Anders Fogh Rasmussen og mörgum öðrum. Stóra sagan og hugsanir hinna mörgu renna saman í eitt og skapa undrun, hlátur og tilvistarlegar spurningar hjá hinum ungu lesendum.   

Þetta er það sem bókin gerir svo vel: Hún ögrar á sama hátt og aðalpersónan gerði. Hún á erindi við unga lesendur (og aldraða) nákvæmlega, hart og elskulega, því nálgun hennar að því sem lífið færir okkur er alveg jafn fordómalaus og aðalpersónan var. 

Að upplifa þessa biblíu fyrir þá sem fátækir eru í andanum getur fengið alla þá sem eru með góða menningarlega kjölfestu, t.d. í gegnum fermingarundirbúning og trúarbragðakennslu, til þess að skemmta sér betur en þeir sem engar forsendur hafa, en einnig til að vekja þá til umhugsunar um það sem maður trúir. Og lesendur sem hafa hingað til leitt hjá sér menningu okkar, munu í þessari fátækramanna biblíu finna spurningar til næstu margra, margra ára.

Svona bók er ekki skrifuð á hverjum áratug. Bók sem með orð- og myndkrafti leggur áherslu á trú og hugsun. Bók sem á besta hátt stendur vörð um norræna hefð fyrir tabúofnæmi.

Cecilie Eken, Jens Raahauge, Søren Vinterberg.