Rauði krossinn á Íslandi

Red Cross Iceland
Ljósmyndari
Jakob Halldorsson
Stærsta söfnunarkerfi á Íslandi fyrir notaðan fatnað og textíl.

Rauði krossinn á Íslandi er tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023. 

Rauði krossinn hefur átt stóran þátt í að vekja almenning til vitundar um textílsóun og hvetja til endurnýtingar og endurvinnslu á fatnaði. Rauði krossinn rekur umfangsmestu fatasöfnun á Íslandi ásamt samstarfsaðilum á borð við sveitarfélögin. Á yfir 130 söfnunarstöðvum er tekið við notuðum fatnaði og öðrum textíl til endurnýtingar eða endurvinnslu.

Árið 2021 söfnuðust tæplega 2300 tonn af textílefnum í gegnum fatasöfnunarkerfi Rauða krossins sem gerir það að stærsta slíka kerfinu á Íslandi. Það sem ekki er hægt að nýta eða endurvinna innanlands er sent til endurvinnslustöðva í Evrópu.

Þá hvetur Rauði krosssinn jafnframt til endurnýtingar á fatnaði ásamt því að úthluta fötum til þeirra sem á þurfa að halda. Töluverður hluti þess fatnaðar sem safnast er seldur í einhverri af 19 verslunum Rauða krossins víðs vegar um Ísland og nýlega var opnuð miðstöð fyrir úthlutun á notuðum fatnaði til flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Rauði krossinn er einnig ötull við að kynna sjálfbæra endurnýtingu og endurvinnslu á textílefnum fyrir almenningi ásamt því að vinna með íslenskum listamönnum og hönnuðum og láta þeim í té notað textílefni sem hráefni.