Svante Henryson

Svante Henryson
Photographer
Mats Bäcker
Bassaleikari og tónskáld

Svante Henryson (fæddur 1963) var ungur rokkbassaleikari í Umeå sem ákvað að helga sig djassinum. Augljósir hæfileikar hans og traust menntun gerðu að hann hlaut stöðu sólóbassaleikara við sinfóníuhljómsveit Óslóar. En Svante Henryson vildi halda áfram för sinni. Með rafmagnsbassann í farteskinu hélt hann til Bandaríkjanna og gekk til liðs við rokkhljómsveit gítargoðsagnarinnar Yngwie Malmsteen. Hann lék einnig á selló með hljómsveitinni. Svante Henryson er einn af fremstu bassaleikurum Norðurlanda og hefur tekið þátt í ýmsu samstarfi þvert á tónlistargeira og landamæri. Hann hefur smám saman skapað sér nafn sem töfrandi einleikari á selló og kammertónlistarmaður í breiðum skilningi og er eftirsóttur af færustu tónlistarmönnum á borð við Martin Fröst og Anne Sofie von Otter. Þessi fjölhæfi og marghliða tónlistarmaður hefur á síðustu árum náð miklum árangri sem tónskáld og hefur meðal annars samið verðlaunaverk fyrir einleiksfiðlu og óratoríuna „Vidderne inom mig“ við texta eftir Nils-Aslak Valkeapää.