Synne Skouen

Synne Skouen
Photographer
Lisbeth Risnes
Tilnefnd fyrir verkið „Ballerina“

Óperan Ballerina vakti geysilega athygli þegar hún var frumflutt í Den Norske Opera og Ballett haustið 2017. Sýningin gekk fyrir fullum húsum, birt voru myndskeið úr henni í fréttatímum og verkið vakti mikið umtal víðar en meðal áhugafólks um óperu og nýja listræna tónlist. Ballerina hitti á jafnvægispunkt. Óperan snerti við fólki sem nútímatónlist en einnig sem nútímalegt leikhús og fyrir vikið náði hún út til nýrra áheyrenda. Textinn byggir á leikriti sem kvikmyndagerðarmaðurinn Arne Skouen, faðir tónskáldsins Synne Skouen, samdi árið 1976 um einhverfa stúlku og móður hennar. Synne Skouen beitir klassískum röddum á varfærinn hátt í tónlistarheimi sem hún sker inn að beini og sem er jafn viðkvæmur og söguhetjan Malin. Hlýleg útsetning fyrir tréblásturshljóðfæri og dökka strengi með örfáum nútímalegum hljóðhrifum sem kammersveitin skapar á sviðinu. Öðrum heimi bregður fyrir í tónlistartilvitnunum en þær má túlka sem endurspeglun meðvitundar Malinar þegar gluggum samhengis bregður snögglega fyrir í leiknum. Ballerina er sláandi dæmi um mikilvægi þess að gefa rými fyrir hópvinnu þar sem tónlist, flutningur, texti, leikur, leiktjöld og leikstjórn fá að njóta sín á nýjan hátt í nútíma óperu. Verkið hefur burði til að breyta aðferðum stofnana til að skapa nýtt innihald.

Den Norske Opera & Ballett 

Ballerina 

Tónlist: Synne Skouen 

Texti: Oda Radoor, byggður á leikriti eftir Arne Skouen

Tónlistarþjálfun: Bjarne Sakshaug 

Leikstjóri: Hilde Andersen 

Leiktjöld og búningar: Bård Lie Thorbjørnsen 

Ljóshönnun: Ingrid Tønder 

Leiklistarráðunautur: Jonas Forssell 

Tónlistarhópur úr Operaorkestret