Tóroddur Poulsen

Tóroddur Poulsen
Photographer
Jan Andersson
Tóroddur Poulsen: Planker. Ljóðasafn, Forlagið í Støplum, 2013

Í Planker eru 33 ljóð og 33 myndir, þar sem ljóð og myndir kallast á. Þau eru samþætt og forsenda hvors annars. Myndirnar eru tréristur og í flestum þeirra er einnig texti.

Tóroddur Poulsen er fæddur í Þórshöfn árið 1957 og gaf út sitt fyrsta ljóðasafn, Botnfall, árið 1984. Síðan hefur hann gefið út fjölda ljóðasafna, nokkur prósaverk og undanfarin ár hefur hann einnig verið virkur myndlistamaður. Hann segir um ljóð sín og myndir að fyrir honum „hafi skriftin sjálf ávallt verið mynd. Og öfugt.“

Titillinn Planker vísar í framleiðslu myndanna, að þær eru ristar í tré eða planka, en færeyski titillinn Fjalir vísar einnig í sögnina fjalir, sem þýðir að fela eða hylma yfir eitthvað. Í ljóðunum afhjúpast það sem við viljum fela, fyrir öðrum og okkur sjálfum, og það sem við viljum ekki vita.

Trú og tilvist er áberandi þema og í ljóðinu „Opgave“ ásamt tilheyrandi mynd er fjallað um drauma, trú og eilíft líf:

I denne 

forblæste

drøm

er jeg dødsens træt

på vej ned ad

nogle skrænter og flere

kilometer lange trapper

sammen med en præst

som hele tiden spørger mig

om det ikke er dejligt at forestille sig

at vi også har evigheden til gode

og jeg svarer opgivende igen og igen

at jeg bare vil hjem i seng

fordi jeg er fuldstændig afkræftet

og ikke vil høre noget snak om en evighed

som bare trætter mig endnu mere

 

Myndin er byggð upp sem turn af plönkum með fjölda orða sem aftur vísa í ljóðið. Önnur umfjöllunarefni í ljóðasafninu eru sjálfsímynd, þjóðfélagsaðstæður, listin og tungumálið.

Mörg atriði í myndunum eru hversdagslegir hlutir s.s. plöntur, skip, kirkjur, eldspýtnastokkar og reiðhjól, sem fá nýja merkingu ásamt orðunum. Flestir ljóðatitlarnir eru einnig hlutbundnir, oft stök orð, sem síðan breiða úr sér í einstökum ljóðum og myndum og verða djúpar tilvistarlegar og ljóðrænar vangaveltur.

Tóroddur Poulsen er sjónrænt ljóðskáld sem hefur tekist að tengja saman tvö listform þannig að þau verða að heild, þar sem ljóð og myndir skýra og fullkomna hvort annað.