Unn Paturson

Unn Paturson

Unn Paturson - foto Lín Patursom

Ljósmyndari
Lín Patursom
Unn Paturson er tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2022 fyrir verkið „1902“ (hljómplata) (2021).

Rökstuðningur

Með útgáfu plötunnar 1902 hefur tónskáldinu Unn Paturson tekist að túlka hefðbunda færeyska tónlist á hátt sem í senn er spennandi og grípandi fyrir áheyrendur nútímans. Upphaflegu færeysku lögin hafa öll verið útsett fyrir kvennkvintett (hópinn KATA) sem Unn Paturson er einnig meðlimur í. Þó að samstarfið KATA hafi upphafleg snúist um aðdáun meðlimanna á búlgverskri þjóðlagatónlist eru lítil eða engin merki þeirra áhrifa á þessari nýju útgáfu.

 

Titill plötunnar vísar til þess árs þegar hefðbundin færseysk tónlist var fyrst hljóðrituð.

 

Flest lögin eru gömul, sum allt frá miðöldum. Textarnir og andlegir eiginleikar laganna eru auknir með sparsamri notkun rafhljóðfæra og ásláttarhljóðfæra og annarra hljóðfæra, sem skilar sér í heillandi tónlistarupplifun sem virðist í senn nýtískuleg og forn.

 

 

Tengill