Verðlaunahafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Nora Dåsnes
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg, norden.org
Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 hlýtur bókin „Ubesvart Anrop“ eftir Noru Dåsnes frá Noregi.

Rökstuðningur dómnefndar

Verðlaunahafinn í ár hefur skrifað bók sem vekur áhuga lesenda, hreyfir við þeim og hvetur þá til að hugleiða pólitísk samfélagsmál sem varða okkur öll, svo og einstaklingsbundnar tilvistarspurningar.

 

Myndirnar í bókinni eru lágstemmdar, sjálfum sér samkvæmar og bera skýr persónuleg stíleinkenni. Gegnum myndir og texta dregur höfundur upp blæbrigðaríka mynd af innra og ytra lífi aðalpersónunnar, lausa við tilfinningasemi. Teikningarnar eru fljótandi, þrungnar hversdagslegri depurð, og textinn er trúverðugur og talmálslegur. Þegar textinn er spar á upplýsingar taka myndirnar yfir sem aðalsögumaður. Litanotkun er markviss, áhrifamikil og tjáningarrík og ber vott um getu höfundarins til að draga með fáguðum hætti mörk á milli fortíðar og nútíðar, drauma og veruleika.

 

Frásögnin hefur hrottafengna umgjörð og blóðugt baksvið. Sagan gerist í kjölfar 22. júlí 2011, þegar 77 týndu lífi í hryðjuverkaárás á Útey og í stjórnarhverfinu í Ósló. Þær spurningar sem liggja eins og rauður þráður gegnum alla bókina eru: Hver er hryðjuverkamaðurinn? Hver er ég? Hver erum við sem samfélag? Hvernig má endurheimta hversdaginn og daglegt líf eftir að áfall dynur yfir?

 

Tvær síðustu setningarnar í bókinni eru einfalt en þó áhrifamikið svar við hinu hrikalega hryðjuverki:

Við höfum bara hvert annað. Og við höfum bara núið.

Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár er: ”Ubesvart anrop” av Nora Dåsnes.