Bein útsending: Jöfn tækifæri fyrir LGBTI-fólk af erlendum uppruna á Norðurlöndum

26.09.20 | Viðburður
A demonstration at Pride

Photographer: Martin Zachrisson

Ljósmyndari
Martin Zachrisson
Norðurlönd vinna að því að koma í veg fyrir mismunun LGBTI-fólks en það stendur enn frammi fyrir mikilli hættu á ofbeldi, mismunun og öðrum erfiðleikum.

Upplýsingar

Staðsetning

Folkets hus i Umeå, Studion
Svíþjóð

Gerð
Ráðstefna
Dagsetning
26.09.2020
Tími
13:00 - 14:30

Í janúar 2020 tók Norræna ráðherranefndin um jafnréttismál og LGBTI upp pólitískt samstarf um málefni LGBTI-fólks. Liður í starfinu er málstofuröð sem verður haldin í öllum norrænu löndunum til að vekja athygli á tækifærum og áskorunum í tengslum við jafnréttismál og réttindi LGBTI-fólks á Norðurlöndum.

Í samtali við Umepride2020 munu sérfræðingar og áhrifavaldar lýsa eigin vinnu og reynslu af þessu sviði og sérstaklega verður rætt um mismunun sem hefur áhrif á tækifæri og erfiðleika LGBTI-fólks af erlendum uppruna á Norðurlöndum.

Tungumál

Enska og skandinavísku tungumálin Málstofunni verður streymt beint á Facebook-síðu UmePride2020 og á YouTube-rás Norrænu ráðherranefndarinnar.

Ykkur er hjartanlega velkomið að taka þátt!

Viðburðurinn verður rafrænn, að undanskildum fjölmiðlum. Aðilum sem tengjast viðfangsefninu verður boðið að taka þátt á hverjum stað fyrir sig. Einn einstaklingur fyrir hverja stofnun eða félag, hámark 20 manns. Viðburðurinn fer fram fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar samkvæmt ákvörðun UmePride.

Við fylgjum takmörkunum og leiðbeiningum sænskra yfirvalda um samkomufjölda.

Dagskrá

Sharon Jåma, þáttastjórnandi og blaðamaður stýrir umræðunum

 

13.00–13.05 Inngangsorð

Åsa Lindhagen (MP), ráðherra jafnréttismála – (myndskeið)

 

13.05–13.15 Bakgrunnur og innblástur

Gisle A. Gjevestad Agledahl, norskur blaðamaður

 • Skrifar pistil um þessa málstofuröð með umræðum á öllum Norðurlöndum
 • Tekur þátt með fjartengingu

 

13.15–13.30 Lífshlaup mitt sem LGBTI-höfundur – barnæska og uppvöxtur

Jude Dibia, borgarrithöfundur í Malmö

 • Tekur þátt með fjartengingu

 

13.30–13.45 Hvernig getum við hvatt hvert annað til að sýna samstöðu og koma í veg fyrir tvöfalda mismunun?

Palacios, formaður RFSL

 • Tekur þátt með fjartengingu

 

13.45–14.00 Hvað kemur fram í skýrslunni Ólíkar aðstæður frá desember 2019?

MUCF   

 

14.00 Hvernig getum við saman tryggt jöfn tækifæri LGBTI-fólks og barist gegn kynþáttafordómum og LGBTI-fóbíu?

 • Jude Dibia, RFSL og MUCF svara spurningunni

 

14.15 Lokaorð og kveðja til Norrænu ráðherranefndarinnar

Sharon Jåma, fundarstjóri  

Viðburðinum lýkur 14.25

  Markhópar

  1. Fólk sem málið varðar, grasrótarsamtök, fólk sem tekur þátt í Pride-hátíðarhöldum
  2. Félög og stofnanir á Norðurlöndum sem starfa að því að auka vitund um málefni LGBTI-fólks

  Sjá beina útsendingu hér (hefst kl. 13.00):