Fundur fólksins 2023: Sjáum, sáum og smökkum - vinnustofur um fræ og ræktun matvæla

15.09.23 | Viðburður
alt=""
Photographer
Nordgen
Hvernig lítur fræ út? Hvaðan kemur ræktaði maturinn okkar, og hvað er hægt að rækta á Norðurlöndunum?

Upplýsingar

Dates
15.09.2023
Time
10:00 - 13:30
Location

Fundur fólksins
Norræna húsið
Reykjavík
Ísland

Type
Umræðufundur

Norræna erfðaauðlindamiðstöðin, NordGen, býður þremur skólahópum að taka þátt í vinnustofum um fræ, matvælaræktun og fæðuöryggi. Börnin læra um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni innan plöntutegunda, fræðast um korntegundirnar fjórar sem ræktaðar eru á Norðurlöndum og öðlast betri skilning á hvaðan hinn ræktaði matur kemur og hvernig má rækta hann í nærumhverfinu.

 

Samstarfsaðili:

NordGen