Atvinnurekstur í Noregi

Kontanthjælp i Sverige
Hér er að finna upplýsingar varðandi stofnun fyrirtækis, mannaráðningar, sölu og verslun fyrir þig sem hyggst hefja atvinnurekstur í Noregi.

Að hefja rekstur í Noregi

Ef þú hyggst hefja atvinnurekstur í Noregi veita ýmsar opinberar stofnanir upplýsingar sem varða stofnun fyrirtækis, mannaráðningar og fyrirtækjarekstur. Þar færðu nákvæmari upplýsingar um hvernig þú undirbýrð atvinnurekstur, velur félagaform, velur firmaheiti, vinnur viðskiptaáætlun og skráir fyrirtækið.

Skatteetaten – ef þú ert nú þegar með atvinnurekstur í Noregi

Ef þú ert búin/n að stofna fyrirtæki og ert með spurningar varðandi virðisaukaskatt, skattframtal, bókhald eða mannaráðningar geta skattyfirvöld í Noregi orðið þér að liði:

Altinn – gátt á vegum norskra yfirvalda til að skrá atvinnurekstur í Noregi

Altinn er þjónustugátt þar sem norsk yfirvöld veita gagnlegar upplýsingar um hvernig þú hefur rekstur í Noregi.

Altinn er netgátt fyrir rafræn samskipti á milli atvinnulífsins, einstaklinga og opinberra stofnana. Altinn er einnig tæknilegur vettvangur sem opinberar stofnanir geta nýtt fyrir stafræna þjónustu.

 

Innovasjon Norge - verkfæri til að hefja rekstur í Noregi

Innovasjon Norge er ætlað að stuðla að vexti í norsku atvinnulífi með fjármagni og þekkingu. Hjá Innovasjon Norge má finna mikið af gagnlegum upplýsingum um að hefja og stunda rekstur í Noregi.

Leyfi og annað sem þarf að hafa í huga vegna reksturs í Noregi

Þú þarft að ganga úr skugga um hvort fyrirtæki þitt krefjist leyfis, skráningar eða annarra tilkynninga til yfirvalda, sveitarfélaga eða annarra stofnana. Þú þarft einnig að kynna þér hvaða tryggingar eru nauðsynlegar til að hefja rekstur í Noregi og þær reglur sem gilda um bókhald, endurskoðendur, virðisaukaskatt og skatta. 

Norsk fyrirtæki á Norðurlöndum

Norsk fyrirtæki sem hyggja á útrás eða viðskipti við útlönd geta fengið aðstoð hjá Innovasjon Norge.

Samstarfsnetið Enterprise Europe Network veitir svör við spurningum varðandi ESB og Evrópumarkað.

Ætlar þú að starfa sjálfstætt í Noregi?

Ef þú ætlar að taka að þér verkefni sem sjálfstætt starfandi einstaklingur í Noregi þarftu að kynna þér þær reglur sem gilda um skatta. Kynntu þér þetta á norrænu skattagáttinni Nordisk eTax.

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna