Skattar í Noregi

Skatt i Norge
Hér geturðu lesið um skattareglur í Noregi.

Grunnreglan um skatt er sú að þú greiðir skatt í því landi sem þú starfar og aflar tekna. Þú átt ekki að greiða skatt í tveimur löndum af sömu tekjum. Um það er kveðið í tvísköttunarsamningum sem gilda milli Noregs og flestra EES-landanna.

Meginreglan er sú að ef þú starfar í Noregi greiðirðu tekjuskatt í Noregi. Ef þú ert með lögheimili í Noregi getur atvinnurekandi nálgast skattkort þitt rafrænt hjá skattstjóra. Ef þú ert ekki með lögheimili í Noregi eða með norska kennitölu þarftu að sækja um skattkort hjá næstu skattstofu. 

Einstaklingur sem býr og starfar í Noregi greiðir mismunandi tegundir skatta. Á vefsíðu skattstjóra finnurðu upplýsingar um skattkerfið í Noregi, skattframtal, upplýsingar um frádrátt sem þú átt rétt á, gjöld og annað sem að gagni kemur. 

Skattstjóri veitir þér svör við frekari spurningum um skattheimtu þegar þú flytur frá öðru norrænu landi til þess að vinna eða stunda nám í Noregi.

Þú getur líka leitað svara á norrænu skattagáttinni eTax. Gáttin er ætluð fólki sem býr í einu norrænu landi en hefur tekjur eða starfar í öðru norrænu landi. Á skattagáttinni er að finna almennar upplýsingar um skatta en einnig er hægt beina spurningum um skattlagningu beint til þeirra skattayfirvalda sem málið varðar.

Ef þú flytur frá Noregi ræðst skattskylda þín af því hvar þú býrð og starfar. Þú gengur úr skugga um þessi atriði hjá skattayfirvöldum í því landi eða löndum sem um ræðir. ​​​​​​

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna