The Foreign Desk: Ógnir við lýðræði

Margrethe Vestager

Margrethe Vestager, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu

Í þessum þætti er fjallað um vaxandi ógn sem steðjar að lýðræði í meirihluta lýðræðisríkja heims. Michael Booth kemst að því hvernig lýðræðishátíðir viðhalda heiðarleika norræns stjórnmálafólks, hvernig Google tekst á við herferðir þar sem miðlað er röngum upplýsingum og hvað gerðist þegar einn finnskur blaðamaður réðist til atlögu við rússnesk tröll.

The Foreign Desk og Norræna ráðherranefndin hafa tekið höndum saman við gerð þáttaraðar þar sem kafað er ofan í alþjóðlega mikilvægt efni frá svæðinu í fimm sérstökum þáttum. Stilltu á The Foreign Desk (hlekkur hér að neðan) og kynntu þér nýjar hugmyndir með Michael Booth og frábærum gestum hans:

  • Margrethe Vestager, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu
  • Robert Strand, prófessor í sjálfbærni við Kaliforníuháskóla í Berkeley
  • Christine Sørensen, framkvæmdastjóri opinberrar stefnumörkunar og samskipta við stjórnvöld hjá Google
  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands
  • Natascha Linn Feli, stjórnarformaður Danmerkudeildar Transparency International
  • Jessica Aro, blaðamaður frá Finnlandi

Vinsamlegast takið eftir að þetta hlaðvarp er aðeins á ensku.