The Foreign Desk: Hvernig norræn menntun tryggir framtíð næstu kynslóðar

Kids on a slide

Kids on a slide

Photographer
Yadid Levy / Norden.org
Í þessum þætti verður fjallað um menntun á Norðurlöndum. Norðurlöndin eiga farsæla sögu um góðan árangur á alþjóðlegum samanburðarlistum á sviði menntunar. En hvernig tryggir þetta framtíð næstu kynslóðar og hvað getur heimurinn lært af norræna líkaninu?

The Foreign Desk og Norræna ráðherranefndin hafa tekið höndum saman við gerð nýrrar þáttaraðar þar sem kafað er ofan í alþjóðlega mikilvægt efni frá svæðinu í fimm sérstökum þáttum. Stilltu á The Foreign Desk (hlekkur hér að neðan) og kynntu þér nýjar hugmyndir með Michael Booth og frábærum gestum hans:

  • Hannele Niemi, prófessor í kennslufræði við menntavísindasvið Háskólans í Helsinki
  • Megan Schaible, aðstoðarforstjóri Reaktor Education 
  • Milja Lassila, félagsfræðinemi við Háskólann í Austur-Finnlandi 
  • Lisbeth Trinskjær, formaður Folkehøjskolernes forening 
  • Mette Hjort Madsen, aðstoðarframkvæmdastjóri Efterskoleforeningen 
  • Christa Elmgreen, nemi við Copenhagen Business School
  • Emma Tcheng, nemi við Copenhagen Business School

Vinsamlegast takið eftir að þetta hlaðvarp er aðeins á ensku.