Samstarfsráðherrarnir (MR-SAM)

Norrænu samstarfsráðherrarnir sjá um samhæfingu á ríkisstjórnasamstarfinu í umboði forsætisráðherranna.

Information

Póstfang

Ved Stranden 18
DK-1061 Köpenhamn K

Contact
Phone
+45 33 96 02 00

Content

    Persons
    News
    Declaration
    Information
    Funding opportunities

    Samstarfsráðherrarnir (MR-SAM)

    Norrænn sérfræðihópur í innflytjendamálum
    Norrænn sérfræðihópur í innflytjendamálum tengist norrænni samstarfsáætlun um aðlögun flóttafólks og innflytjenda og er ætlað að stuðla að traustum og fjölbreyttum þekkingargrunni fyrir norrænt samstarf um aðlögunarmál.
    Til stofnunar
    Norræna samstarfsnefndin (NSK)
    Norræna samstarfsnefndin hefur umsjón með samhæfingu samstarfsins og er jafnframt stjórn skrifstofu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Norræna samstarfsnefndin er skipuð háttsettum embættismönnum frá löndunum.
    Til stofnunar
    Ráðuneyti utanríkismála, landsstjórn Grænlands (GL)
    Landsstjórn Færeyja, norrænt samstarf (FO)
    Skrifstofa Norræns samstarfs (Álandseyjum)
    Norðurlandaskrifstofa, norrænt samstarf (IS)
    Utanríkisráðuneytið, norrænt samstarf (FI)
    Utanríkisráðuneytið, norrænt samstarf (NO)
    Utanríkisráðuneytið, norrænt samstarf (SE)
    Utanríkisráðuneytið, skrifstofa ráðherra norræns samstarfs (DK)
    Sérfræðingahópur um sjálfbæra þróun
    Sérfræðingahópurinn skal veita norrænu samstarfsnefndinni og samstarfsráðherrunum ráðgjöf um sjálfbæra þróun.
    Til stofnunar
    Norræn ráðgjafarnefnd um málefni Norðurslóða, NRKA
    Í tengslum við að samþykkt var ný norræn samstarfsáætlun um málefni Norðurslóða árið 2002 var sett á fót Norræn ráðgjafarnefnd um málefni norðurslóða, NRKA. Norræn ráðgjafarnefnd um málefni Norðurslóða er skipuð norrænum fulltrúum í Norðurskautsráðinu ásamt fulltrúum frá Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Hlutverk NRKA gagnvart Norrænu ráðherranefndinni er að vera samstarfsráðherrunum og Norrænu samstarfsnefndinni til ráðgjafar um málefni Norðurslóða.
    Til stofnunar
    Skrifstofa Sérfræðinganefndar um Norðurslóðir
    Stjórnsýsluhindranaráðið
    Stjórnsýsluhindranaráðið er pólitískt skipuð nefnd sem norræn stjórnvöld hafa falið að greiða fyrir frjálsri för einstaklinga og fyrirtækja innan Norðurlanda. Stjórnsýsluhindranaráðið hóf störf árið 2014. Fulltrúar landanna skiptast árlega á að gegna formennsku í Stjórnsýsluhindranaráðinu á sama hátt og hjá Norrænu ráðherranefndinni. Formaður Stjórnsýsluhindranaráðs á að leiða starfið í samvinnu við framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar.
    Til stofnunar
    Gränshinderarbete
    Vinnan við að uppræta stjórnsýsluhindranir er mikilvægt samstarfssvið Norðurlandanna og er liður í því að ná markmiðum forsætisráðherranna um að Norðurlöndin verði samþættasta svæði í heimi. Starfið er unnið af Stjórnsýsluhindranaráðinu sem tók til starfa í janúar 2014. Samfara endurnýjuðu umboði Stjórnsýsluhindranaráðsins frá ársbyrjun 2018 er markmið nefndarinnar að uppræta á ári hverju 8-12 stjórnsýsluhindranir á sviði vinnumála, félagsmála, menntamála og í atvinnulífinu.
    Til stofnunar
    Informationstjenester

    Informationstjenester under MR-SAM

    Til stofnunar
    Landamæraþjónustan
    Landamæraþjónustan er rekin í samstarfi sænskra og norskra stjórnvalda. Starfsemi landamæraþjónustunnar felst aðallega í því að svara fyrirspurnum einstaklinga og fyrirtækja sem stunda einhvers konar starfsemi sem teygir sig yfir landamærin.
    Til stofnunar
    Info Norden
    Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar Tilgangurinn með þessari þjónustu er að auðvelda fólki að flytja sig yfir landamæri á Norðurlöndunum.
    Til stofnunar
    Norðurlönd í brennidepli
    Norðurlöndin í brennidepli fjalla um mál á döfinni þjóðlöndunum út frá norrænu sjónarhorni. Skrifstofur Norðurlandanna í brennidepli, Norden i Fokus, standa fyrir námskeiðum og sýningum um mál á döfinni sem varða stjórnmál, umhverfismál, atvinnulíf og menningu. Markhópar skrifstofunnar eru embættismenn, stjórnmálamenn, blaða- og fréttamenn og hagsmunasamtök.
    Til stofnunar
    Norræna upplýsingaskrifstofan á Suður-Jótlandi / í Suður-Slésvík
    Hlutverk norrænu upplýsingaskrifstofunnar er að samhæfa norræna starfsemi á Suður-Jótlandi og upplýsa um norrænt samstarf. Skrifstofan miðlar norrænni menningu með ýmiss konar starfsemi á landamærasvæðinu, meðal annars með heimsóknum norrænna rithöfunda, listsýningum, tónleikaröðum, leshringjum og ferðalögum um Norðurlönd. Skrifstofan hefur jafnframt það hlutverk að auka þekkingu um Suður-Jótland og Suður-Slésvík á Norðurlöndum.
    Til stofnunar
    Landamæraþjónusta á Norðurkollu
    Landamæraþjónusta á Norðurkollu hefur þekkingu á stjórnsýsluhindrunum, veitir upplýsingar, ráðleggur einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem starfa þvert á landamæri Finnlands og Svíþjóðar og Finnlands og Noregs. Auk þess vinnur Landamæraþjónustan að því að ryðja úr vegi stjórnsýsluhindrunum.
    Til stofnunar
    Øresunddirekt
    Øresunddirekt er upplýsingaþjónusta sem miðlar opinberum upplýsingum frá yfirvöldum til einstaklinga og atvinnulífs á Eyrarsundssvæðinu. Undir Øresunddirekt heyrir vefritstjórn sem staðsett er í Kaupmannahöfn og upplýsingamiðstöð á Hjälmaregatan 3 i Malmö. Á upplýsingamiðstöðinni í Malmö eru starfsmenn frá vinnumiðlun (Arbetsförmedlingen), almannatryggingum (Försäkringskassan), lénsstjórninni (Länsstyrelsen) og skattayfirvöldum (Skatteverket) sem veita opinberar upplýsingar með hliðsjón af aðstæðum á Eyrarsundssvæðinu.
    Til stofnunar
    Norræna barna- og ungmennanefndin (NORDBUK)
    NORDBUK veitir ráðgjöf og samhæfir starf að málefnum barna og ungmenna innan Norrænu ráðherranefndarinnar.
    Til stofnunar
    Skrifstofa NORDBUK
    Norrænt starfsmannaskiptakerfi (NORUT)
    Starfsmannaskipti gefa ríkisstarfsfólki kost á að kynna sér stjórnsýslu annars staðar á Norðurlöndum en í heimalandinu. Styrkjunum er skipt árlega niður á löndin, einnig Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, en umsjón með þeim hefur hópur tengiliða frá öllum löndunum, einnig Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.
    Til stofnunar