The Foreign Desk: Sjálfbærar borgir

Landu på Cykelslangen
Photographer
Ricky John Molloy
Hvað gerist þegar höfuðborg verður bíllaus? Hvernig bregðast Svíar við Gretu Thunberg-bylgjunni? Og hver norrænu höfuðborganna telur sig vera þá skilvirkustu? Michael Booth kynnir sér hvernig norrænar borgir hyggjast bjarga heiminum.

The Foreign Desk og Norræna ráðherranefndin hafa tekið höndum saman við gerð þáttaraðar þar sem kafað er ofan í alþjóðlega mikilvægt efni frá svæðinu í fimm sérstökum þáttum. Í öðrum þætti er fjallað um sjálfbærni í norrænum borgum. Stilltu á The Foreign Desk (hlekkur hér að neðan) og kynntu þér nýjar hugmyndir með Michael Booth og frábærum gestum hans:

  • Anita Lindahl Trosdahl, verkefnisstjóri hjá áætluninni Ósló, evrópsk umhverfishöfuðborg
  • Paal Mork, ráðgjafi um rafknúnar samgöngur, ráðhúsinu í Ósló
  • Katarina Luhr, varaborgarstjóri umhverfis- og loftslagsmála, ráðhúsinu í Stokkhólmi
  • Lena Wennberg, framkvæmdastjóri sjálfbærni og umhverfismála hjá Swedavia AB
  • Jan Vapaavuori, borgarstjóri Helsinki

Vinsamlegast takið eftir að þetta hlaðvarp er aðeins á ensku.