The Foreign Desk: Sjálfbærar borgir

The Foreign Desk og Norræna ráðherranefndin hafa tekið höndum saman við gerð þáttaraðar þar sem kafað er ofan í alþjóðlega mikilvægt efni frá svæðinu í fimm sérstökum þáttum. Í öðrum þætti er fjallað um sjálfbærni í norrænum borgum. Stilltu á The Foreign Desk (hlekkur hér að neðan) og kynntu þér nýjar hugmyndir með Michael Booth og frábærum gestum hans:
- Anita Lindahl Trosdahl, verkefnisstjóri hjá áætluninni Ósló, evrópsk umhverfishöfuðborg
- Paal Mork, ráðgjafi um rafknúnar samgöngur, ráðhúsinu í Ósló
- Katarina Luhr, varaborgarstjóri umhverfis- og loftslagsmála, ráðhúsinu í Stokkhólmi
- Lena Wennberg, framkvæmdastjóri sjálfbærni og umhverfismála hjá Swedavia AB
- Jan Vapaavuori, borgarstjóri Helsinki
Vinsamlegast takið eftir að þetta hlaðvarp er aðeins á ensku.