Lífhagkerfi og sjálfbærar samgöngur — Nýtt tölublað Green Growth the Nordic Way

27.02.14 | Fréttir
Vandkraftværk på Island
Photographer
Sigurður Ólafsson/norden.org
NordBio, nýtt norrænt verkefni um lífhagkerfi, og niðurstöður úr stóru svæðisbundnu verkefni um orku- og samgöngumál eru í brennidepli í nýju tölublaði veftímaritsins Green Growth the Nordic Way.

Eitt helsta hlutverk Norrænu ráðherranefndarinnar er að skapa vettvang fyrir stjórnmálamenn, embættismenn, vísindamenn, athafnafólk og áhugasama fulltrúa margvíslegra félagasamtaka.

Í nýjasta tölublaði Green Growth the Nordic Way má lesa um tvo slíka fundi.

  • Í fyrsta lagi ráðstefnu sem haldin var á Íslandi til kynningar á Nordbio, nýju formennskuverkefni Íslands um norræna lífhagkerfið hjá Norrænu ráðherranefndinni árið 2014.
  • Í öðru lagi lokaráðstefnu í Stockholm um eitt af svonefndum hnattvæðingarverkefnum Norrænu ráðherranefndarinnar sem fjallaði um orku- og samgöngumál.

Það er von okkar að hugmyndir sem kviknuðu á þessum ráðstefnum eigi eftir að teygja anga sína út fyrir Norðurlönd.

Lesið meira á www.nordicway.org

Fylgist með á Facebook eða fáið frekari upplýsingar um Verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um grænan hagvöxt