Ný norræn skýrsla: Ísland og Danmörk leiðandi á sviði stafrænnar væðingar

14.02.18 | Fréttir
Mænd arbejder med en computer
Photographer
Yadid Levy/Norden.org
Í nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar, State of the Nordic Region, eru lykiltölur frá norrænu löndunum greindar og borin saman svæði og landshlutar. Tölurnar sýna að Norðurlönd eru meðal þeirra svæða í heiminum þar sem stafræn væðing er náð lengst, og skara Ísland og Danmörk fram úr. Þróun er öflug á Norðurlöndum í heild varðandi uppbyggingu háhraðanets.

Þróunin er einnig öflug á sviði útbreiðslu og notkunar netsins einkum í Danmörku og á Íslandi.

Útbreiðsla háhraðabreiðbands, Next Generation Access, er einn þeirra þátta sem eiga hvað mestan þátt í eflingu stafrænnar tæknivæðingar og að tryggja skilvirk samskipti milli borgara og yfirvalda. Að auki tryggir útbreiðsla breiðbandsins sterka samkeppnisstöðu norrænna fyrirtækja.

Ísland er náð lengst með uppbyggingu háhraðabreiðbands. Eigi færri en 95% landsmanna hafa aðgang að háhraðaneti. Danmörk fylgir fast á eftir með 93% þjóðarinnar. Í því sambandi ber að minna á að meðaltalið í Evrópu er ekki nema 76% og staðfestir það enn frekar hvað staða Norðurlanda er sterk á sviði stafrænnar væðingar. Malta hefur þó betur en Danmörk og Ísland því 100% eyjaskeggja hafa aðgang að háhraðanetinu.

Stafrænir borgarar

Allt frá því á tíunda áratug síðustu aldar hafa norrænu löndin lagt pólitíska áherslu á að koma á stafrænum samskiptum milli almennings og opinberra yfirvalda. Norðurlönd standa framarlega á þessu sviði með Danmörku í broddi fylkingar. Meðaltal Evrópu búa sem eru nettengdir og hafa átt rafræn samskipti við hlið opinbera er ekki nema 34% en sambærileg tala er mun hærri á Norðurlöndum. Danmörk er náð lengst með 73%, þar á eftir koma Noregur og Finnland með 63% hvort og Svíþjóð með 50%. Ekki liggja fyrir nýjar tölur frá Íslandi en á árinu 2014 var meðaltalið 68%.

Einnig má meta stafræna tæknivæðingu út frá þeim fjölda sem hefur aldrei notað netið. Norræna ráðherranefndin hefur safnað saman tölum hvað þetta varðar víðs vegar að á Norðurlöndum og sýna þær að stafræn væðing er náð lengst í stærstu borgunum og kemur ekki á óvart. Í höfuðborgarsvæðum Kaupmannahafnar, Óslóar og Stokkhólms er hlutfall þeirra sem aldrei hafa verið á netinu 1% en í Helsinki er sambærileg tala 2%. Þar sem fæstir hafa farið á netið á Norðurlöndum verður hlutfall þeirra aldrei hærra en 7-8%. Meðaltal íbúa í aðildarríkjum ESB sem aldrei hefur notað netið er 14%. Einnig þar skara Norðurlönd fram úr á sviði stafrænnar væðingar.

Norræna ráðherranefndin gefur State of the Nordic Region út annað hvert ár en markmiðið er að afla þekkingar og innsýnar fyrir norræna ráðamenn.

„Í State of the Nordic Region er þekkingu og upplýsingum fléttað saman til að bregða upp heildarmynd af þróuninni á Norðurlöndum og auðvelda ráðamönnum að móta nýja stefnu. Í skýrslunni er greint frá og skýrt það sem vel hefur tekist en einnig því sem miður hefur farið á mikilvægum sviðum samfélagsins. Þetta er norrænt samstarf eins og það gerist best,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Fróðleiksmolar:

State of the Nordic Region er einstakt safn af gögnum frá öllum Norðurlöndum sem varða efnahag, lýðfræði, vinnumál, menntun og margt fleira, sett fram á myndrænan hátt með sérhönnuðum landakortum. Norræna ráðherranefndin gefur skýrsluna út annað hvert ár og segja má að hún taki stöðunum á svæðum og sveitarfélögum á Norðurlöndum. Í sambandi við útgáfuna hefur Nordregio, rannsóknastofnun ráðherranefndarinnar á sviði byggða- og skipulagsmála, stillt upp svæðisbundinni væntingavísitölu sem sýnir frammistöðu 74 norrænna svæða út frá hefðbundnum og sambærilegum tölfræðibreytum.

 

 Skýrsluna í heild má lesa hér:

Contact information