Stjórnsýsluhindranir hörfa hraðar en nokkru sinni fyrr

14.02.17 | Fréttir
Karriere i Norden2
Nýr formaður Stjórnsýsluhindranaráðsins furðar sig á gagnrýni forseta Norðurlandaráðs: „Það er alrangt að halda því fram að norrænu ríkisstjórnirnar sitji með hendur í skauti þegar kemur að stjórnsýsluhindrunum. Staðreyndin er sú að okkur hefur tekist að ryðja tuttugu hindrunum úr vegi á undanförnum þremur árum,“ segir Svein Ludvigsen, norskur formaður ráðsins.

 „Það er óskiljanlegt að ríkisstjórnirnar segi að við eigum að verða samþættasta svæði heims, á meðan við ræðum sömu stjórnsýsluhindranirnar árum saman,“ sagði Britt Lundberg á dögunum í Helsinki þegar hún hvatti ríkisstjórnirnar til að taka upp símann og ræða saman.

Stjórnsýsluhindranaráðið kannast ekki við að stjórnsýsluhindrunum sé ekki rutt úr vegi og leggur fram skýrslu því til sönnunar að stjórnsýsluhindranir séu á undanhaldi. Það sem af er þessu ári hafa sjö stjórnsýsluhindranir verið afnumdar.

Starf norrænu samstarfsráðherranna að afnámi stjórnsýsluhindrana er einstakt og þykir sýna gott fordæmi í Evrópu. Árangurinn endurspeglar metnaðinn um að Norðurlönd verði samþættasta svæði í heimi. 

 

Einsdæmi í Evrópu

Svein Ludvigsen hefur skrifað lesendabréf fyrir hönd Stjórnsýsluhindranaráðsins þar sem fram kemur að norræna ríkisstjórnasamstarfið um afnám stjórnsýsluhindrana sé einsdæmi í Evrópu.

„Með norrænni framkvæmdaáætlun um frjálsa för innan Norðurlanda brugðust samstarfsráðherrarnir við stjórnsýsluhindrunum á einstakan hátt sem þykir sýna gott fordæmi í Evrópu. Árangurinn endurspeglar metnaðinn um að Norðurlönd verði samþættasta svæði í heimi. Stjórnsýsluhindranaráðið er mikilvæg driffjöður í þessu starfi og ég sé ekki betur en að frjáls för innan Norðurlanda sé ofarlega á dagskrá norrænu ráðherranna,“ segir formaður ráðsins. Hann leggur til að forseti Norðurlandaráðs lesi ársskýrslur Stjórnsýsluhindranaráðsins til að fá skýrari mynd af því hvernig unnið er að afnámi stjórnsýsluhindrana sem verða á vegi Norðurlandabúa.

Greinina má lesa hér á frummálinu: 

Svar forseta Norðurlandaráðs:

„Það kemur mér ekki á óvart að Stjórnsýsluhindranaráðið átti sig ekki á gagnrýninni enda beindi ég henni aldrei að ráðinu. Öðru nær því þar er unnið gott starf og ég hlakka til að vinna með ráðinu að sameiginlegum markmiðum okkar sem er að halda stjórnsýsluhindrunum á Norðurlöndum í algjöru lágmarki. Gagnrýni mín beinist að stjórnvöldum og ég hef ásett mér að vera drifkraftur þegar kemur að því að ná markmiðum finnsku formennskunnar um landamæralaus Norðurlönd fyrir almenning. Þegar fólk kvartar undan vandræðum sem skapast vegna búsetu, starfa eða náms í öðru landi, vil ég vera málsvari þess,“ segir Britt Lundberg, forseti Norðurlandaráðs.

Lesa meira um landamæri hindranir voru teknir árið 2016 hér: