Copenhagen Fashion Week Sustainability Framework – Danmörk

alt=""
Ljósmyndari
Tine Bek
Nýsköpun sem býður upp á mikla möguleika.

Copenhagen Fashion Week Sustainability Framework er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023.

Copenhagen Fashion Week Sustainability Framework byggist á 18 lágmarksstöðlum sem tengjast bæði háttalagi í tískuvikunni og framleiðslu á þeim línum sem þar eru sýndar.

Við framleiðsluna á að halda textílsóun í lágmarki, m.a. með því að miða hönnun við langan líftíma og nota endurnýtt efni, og einnig eru gerðar kröfur um góð starfsskilyrði fyrir þau sem vinna við framleiðsluna. Þannig stuðlar kerfið að því að móta atvinnugrein þar sem áherslan hefur almennt ekki verið á sjálfbærni og umhverfismál.

Copenhagen Fashion Week þróaði kerfið í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækin In Futurum og Rambøll sem jafnframt sjá um að meta tískumerkin sem sækjast eftir því að sýna í tískuvikunni.

Verkefnið er tilnefnt vegna þess að það er nýskapandi í greininni og til þess fallið að skapa fordæmi bæði á Norðurlöndum og jafnvel á heimsvísu.