Handhafi kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2015

Vinder af Nordisk Råds filmpris 2015
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Fúsi hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2015.

Um verðlaunahafann

Íslenska kvikmyndin Fúsi hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Það var tilkynnt rétt í þessu á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Reykjavík. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Dagur Kári og framleiðendur eru Baltasar Kormákur og Agnes Johansen.

Rökstuðningur dómnefndar

Myndin er fáguð, stílhrein og full af myndrænni hugmyndaauðgi og fjallar um mikilvægi þess að varðveita gæsku sína og sakleysi í óárennilegum heimi.

Fúsi eftir Dag Kára er grípandi og listilega upp byggð kvikmynd sem bregður upp trúverðugri mynd af blíðum risa og hnitmiðuðum lýsingum á konunum sem standa honum næst.