Um verðlaun Norðurlandaráðs

Utdelning av Nordiska rådets priser
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org
Norðurlandaráð veitir árlega fimm verðlaun: Bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun.

Verðlaun Norðurlandaráðs eiga þátt í að auka sýnileika hins nána menningarsamstarfs Norðurlanda. Verðlaunum Norðurlandaráðs er ætlað að vekja áhuga almennings á norrænum bókmenntum, tungumálum, kvikmyndum og tónlist. Umhverfisverðlaunin eru veitt fyrir sérstakt framlag til þess að auka sjálfbærni á Norðurlöndum.

Verðlaun Norðurlandaráðs eru mikils metin á Norðurlöndum og vel þekkt í heiminum öllum. Bókmenntaverðlaunin eru elst þessara fimm verðlauna. Þau voru fyrst veitt árið 1962. Þá komu tónlistarverðlaunin (1965), umhverfisverðlaunin (1995), kvikmyndaverðlaunin (2002) og barna- og unglingabókmenntaverðlaunin (2013). Fimm dómnefndir velja tilnefningar til verðlaunanna fimm og velja svo verðlaunahafa úr hópi tilnefndra.

Verðlaunin nema hver um sig 300.000 dönskum krónum og eru afhent á árlegu þingi Norðurlandaráðs.