Infinited Fiber Company (Finnland)

alt=""
Photographer
Mikael Ahtikari
Nýtir textílúrgang í ný textílefni

Inifinited Fiber Company er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023.

Nýstárleg tækni Infinited Fiber Company vinnur textílúrgang í ný textílefni: Infinna™, sem líkist bómull að eiginleikum. Auk þess að búa til nýjan textíl úr afgangs- og úrgangstextíl kemur þessi aðferð í veg fyrir að nota þurfi skaðleg efni eins og koldísúlfíð.

Infinited Fiber Company er virkur aðili að mörgum samtökum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi og fer fyrir verkefninu New Cotton Project sem fjármagnað er af ESB.Infinited Fiber Company er virkur aðili að mörgum samtökum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi og fer fyrir verkefninu New Cotton Project sem fjármagnað er af ESB. Þá vinnur fyrirtækið með hagaðilum úr allri virðiskeðju textíliðnaðarins að því að stuðla að hringrásarkerfi í greininni. Það starf ber vott um vilja fyrirtækisins til þess að móta sjálfbærari framtíð.

Infinited Fiber Company er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir margþætta aðkomu sína að sjálfbærnimálum, nýsköpun í tæknimálum og áherslu á gott samstarf í gegnum alla virðiskeðju textíliðnaðarins.