Paula Malleus-Lemettinen – Finnland

Paula Malleus-Lemettinen
Photographer
Mikael Athikari
Brautryðjandi í uppvinnslu og fatahönnun í Finnlandi.

Paula Malleus-Lemettinen er tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023.  

Paula Malleus-Lemettinen er í fararbroddi þegar kemur að neytendamiðaðri uppvinnslu á textíl og á þátt í að vísa veginn í átt til minni textílnotkunar. Hún hefur í meira en 15 ár hannað vistvænan og sjálfbæran fatnað sem styður við hringrásarhagkerfi sem byggist á endurnýjun.

Frá árinu 2007 hefur Mallus stýrt Remake Ekodesign, vistvænni finnskri saumastofu sem sérhæfir sig í að endurframleiða úr textíl. Að auki stundar hún alhliða þróunar- og fræðslustarf og skapar þrýsting þegar kemur að sjálfbærni, vistfræði og gagnrýni í loftslagsmálum. Mallus kennir uppvinnslu og endurnýjanlega hönnun hjá ýmsum menntastofnunum í Finnlandi og stuðlar þannig að því að næsta kynslóð nýútskrifaðra verði betur upplýst.

Í störfum sínum hefur hún skapað vörur, hugmyndir og þekkingu á sviði uppvinnslu sem mörg hundruð manns hafa fært sér í nyt. Innan finnska textíl- og tískuiðnaðarins er hún álitin brautryðjandi og mikilvæg fyrirmynd fyrir greinina.