Pikumini – Grænland

Pikumini
Photographer
Christian Solbeck
Smátt en þýðingarmikið grænlenskt framtak til mótvægis við hraðtískuna og sterkur hvati til breyttra neysluvenja á Grænlandi.

Pikumini er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023. 

Grænland á mikið undir því að stór framleiðslulönd og fyrirtæki axli meiri ábyrgð í umhverfismálum. Þau sem eru stödd í auga stormsins bera þó líka ábyrgð. Þeirri ábyrgð skorast Nivé Lynge Biilmann, sem stendur á bak við Pikumini, ekki undan.

Pikumini er fyrsta nytjaverslunin á Grænlandi þar sem verslað er með nytjahluti frá einstaklingum. Opnun verslunarinnar hefur vakið athygli Grænlendinga, og einkum ungs fólks, á því að það þarf ekki að líta niður á þau sem ganga í endurnýttum fatnaði. Öðru nær.

Þannig hefur Pikumini átt þátt í að blása lífi í nýtingar- og endurnýtingarstefnuna sem öldum saman hefur þótt eðlileg í grænlensku samfélagi en hefur látið undan síga á undanförnum árum. Þannig má segja að verkefnið tali til sjálfsvitundar grænlensku þjóðarinnar.

Í stuttu máli hefur Pikumini átt þátt í að breyta neysluvenjum Grænlendinga.