Sjømatguiden / Fiskguiden (Noregur og Svíþjóð)

Sjømatguiden notar stafræna nýsköpun til að leggja grunn að neytendavaldi og stuðla að sjálfbærri nýtingu á auðlindum sjávar.
Til eru svipuð smáforrit sem hjálpa neytendum að taka tillit til umhverfisins, en dómnefnd er ekki kunnugt um önnur forrit sem stuðla í senn að umhverfisvænni háttum og neytendavaldi. Sum forrit hjálpa notendum að velja rétt í dagsins önn eða nýta matvæli betur, en forritið sem hér er tilnefnt er að viti dómnefndar það eina þar sem áhersla er lögð á líffræðilegan fjölbreytileika og jafnframt hefðbundna umhverfisvernd. Forritið er aðgengilegt bæði í Noregi og Svíþjóð.