Verðlaunahafi 1996

(ICC) Inuit Circumpolar Conference, Grænlandi

ICC hefur frá stofnun sinni árið 1980 unnið einstakt starf í þágu lífskjara og lifnaðarhátta frumbyggja, sérstaklega ínúíta - og er markmiði meðal annars að viðhalda sjálfbærri umhverfisþróun.

Og verðlaunin eru ekki síst veitt fyrir raunverulegan árangur. ICC hefur unnið að umhverfismálum innan AEPS (Arctic Enviroment Protection Strategy), en þar starfar ICC náið með grænlensku heimastjórninni að bættum lífskjörum íbúa norðurskautssvæðisins.