Verðlaunahafi 2010

Lasse Thoresen
Ljósmyndari
Laila Meyrick
Tónskáldið og prófessor í tónsmíðum Lasse Thoresen fær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2010 fyrir verkið Opus 42.

Rökstuðningur dómnefndar er eftirfarandi:

Opus 42 er einstakt verk. Það er ekki einungis framúrstefnulegt í norrænni raddtónlist heldur í allri raddaðri nótnasamsetningu. Opus 42 er einstaklega falleg tónlist, sem byggir á því sem sameinar forna og nýja tónlist, og sýnir okkur auk þess hvað er líkt með norrænni þjóðlagatónlist og tónlist frá til að mynda Miðausturlöndum eða Indlandi.

Lasse Thoresen beitir ekki einungis þeirri aðferð að lita tónsmíð sína með þjóðlagatónlist heldur hefur hann fundið leiðir til að samþætta í nútímalegt verk fínstillta smátóna, yfirtónalitrófið, hljómaval og takt og brýtur þar með blað í tónlistarsögunni. Slík tónsmíð verður ekki til nema í samstarfi með áhættusæknum og hæfileikaríkum tónlistarmönnum. Lasse Thoresen hefur tekist að finna þessa tónlistarmenn í söngvurum kammersveitarinnar Nordic Voices.

Opus 42 er samsett úr fjórum raddverkum: Sólbæn, Jarðarfararsálminum (Likfærdssælmin), Himneski faðir og Tvetrall. . Fyrsta verkið var pantað af menningarhátíðinni Festspillene í Björgvin, hin þrjú voru samin fyrir OSA-hátíðina, þjóðlagahátíð í Noregi. Tónlist Lasse Thoresens er því ekki eingöngu einstök að því leiti að hún endurnýjar og veitir nýjum kröftum inn í listsköpun tónlistarinnar, heldur hefur hún sömu áhrif á þjóðlagatónlistina.

Þema tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2010 er "Nýtt tónverk þar sem allir flytjendur hafa eigin rödd". Alls kepptu 13 verk um tónlistarverðlaunin í þetta sinn.

Lasse Thoresen tekur á móti verðlaununum, sem nema 350.000 dönskum krónum, á Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík í byrjun nóvember.