Whatclub
Rökstuðningur:
Hljómsveitin Whatclub spilar sína eigin einstöku útgáfu af því sem nefnt hefur verið „gypsy swing“ eða „jazz manouche“. Efnisskrá sveitarinnar samanstendur af djassstandördum og öðrum sívinsælum lögum, auk eigin tónsmíða þar sem margvíslegir danstaktar á borð við vals, bóleró, rúmbu og bossanóva koma við sögu.
Einnig gætir áhrifa frá þjóðlagatónlist og sígildri tónlist. Meðlimir sveitarinnar hafa ólíkan bakgrunn, sem endurspeglast í tónlistarsköpun þeirra og þróun hennar.
Hljómsveitin Whatclub hefur auðgað tónlistarlíf Álandseyja með framlagi sínu sem spannar allt frá þjóðdansatónlist til háklassískra tónleikaupplifana og hefur átt samstarf við gesti á borð við Svante Henryson sellóleikara og djasstónlistarmanninn Antti Sarpila.
Hljómsveitina stofnaði gítarleikarinn Richard Palmer veturinn 2006 ásamt Jochum Juslin gítarleikara og Kjell Dahl kontrabassaleikara. Árið 2011 varð tríóið að kvartetti þegar fiðluleikarinn Andreas Nyberg slóst í hópinn.
Whatclub hefur sent frá sér fjórar plötur. Sú nýjasta, Mariehamn Noir, kom út árið 2018.