Illugi Gunnarsson (Replik)

Information

Speech type
Replik
Speech number
136
Speaker role
Kulturminister
Date

Forseti. Fyrst hvað varðar endurskoðun á málstefnunni, þá stendur hún yfir og í því taka allir þátt. Hvað varðar þá hugmynd að þetta ætti að vera lagalega bindandi þá tel ég að það geti verið varhugavert þar sem aðstæður geta verið mjög ólíkar á milli landanna og því gæti orðið nokkuð torsótt að búa til kerfi sem við mundum binda með lögum. Hvað varðar táknmálið þá tek ég undir það sem hér var sagt, það er gríðarlega mikilvægt að tryggja stöðu þess. Á Íslandi höfum við stigið það skref að það standi jafnfætis móðurmálinu sem tungumál og ég held að þegar fram líða stundir muni það sýna sig að það hafi verið heilladrjúgt skref. Það er mikilvægt að tryggja að allir geti tekið þátt í samfélaginu og þar er tungumálið auðvitað lykilatriði.

Skandinavisk oversettelse

Præsident. Angående revision af sprogpolitikken, så pågår den nu, og alle kan medvirke. Hvad angår forslaget om at gøre den juridisk bindende, så tror jeg, at det ville komplicere det yderligere, da forholdene varierer mellem landene. Derfor kunne det være vanskeligt at finde frem til en ordning, som vi kunne gøre juridisk bindende. Hvad angår tegnsprog, så vil jeg tilslutte mig det, der blev sagt om, at det er enormt vigtigt at sikre tegnsprogets stilling. I Island tog vi det skridt at sidestille tegnsprog med modersmålet, og jeg tror, at det med tiden vil vise sig at have været et fornuftigt skridt. Det er vigtigt at sikre, at alle kan deltage i samfundet, og i denne forbindelse er sproget selvfølgelig en afgørende faktor.