Valgerður Gunnarsdóttir (Hovedindlæg)

Information

Speech type
Huvudinlägg
Speech number
137
Speaker role
Kultur- og uddannelsesudvalgets talsperson
Date

Hæstv. forseti. Menntun er ein af grunnstoðum norrænna velferðarsamfélaga og menntakerfi norrænu landanna hafa mörg sameiginleg einkenni. Í norrænu rannsóknarsamstarfi er einn samræmingaraðili sem er NordForsk en á sviði menntamála er ekki um slíkt fyrirkomulag að ræða. Ástæðan getur verið sú að menntamál er málasvið sem að miklu leyti flokkast undir innanlandsmál og er stýrt sem slíkum. En gætu Norðurlöndin aukið samstarf sitt á þessu sviði þrátt fyrir þá staðreynd? Mennta- og menningarmálanefnd telur svo vera. Í dag eru gerðar margar sömu skýrslur og greiningar innan Norðurlanda án þess að um samráð sé að ræða. Þessar rannsóknir eru um margt svipaðar, efnistökin eru oft hin sömu, svo sem brottfall úr skólum, skortur á aðgengi til vinnustaðanáms og áætlanir gegn einelti. Mennta- og menningarmálanefnd telur að Norðurlöndin geti unnið mun nánar saman á sviði menntamála, bæði hvað varðar gerð áætlana og stefnumótun. Með samstarfi í rannsóknum mætti einnig koma í veg fyrir tvíverknað. Þó að hvert land sé fært um að ná langt á þessu sviði geta Norðurlöndin í sameiningu náð lengra á þessu sviði og það með minni tilkostnaði.

Forseti. Með þeirri tillögu sem ég kynni hér vill nefndin setja á dagskrá að auka möguleika og styrkja áherslur í aukinni norrænni samvinnu á sviði menntamála þar sem meira samræmi yrði milli landanna í stefnumótun í málaflokknum. Mennta- og menningarmálanefnd vill samhliða þessu leggja áherslu á að mikilvægt er að skipuleggja samnorræna upplýsingamiðlun um menntamál. Slík miðlun mundi vekja meiri athygli á nýrri þekkingu um norræna menntun, bæði innan Norðurlanda og á alþjóðlegum vettvangi. Að lokum telur nefndin að norrænu menntamálaráðherrarnir ættu að setja fram sýn um …

Skandinavisk oversettelse

Ærede præsident. Uddannelse er en af grundpillerne i de nordiske velfærdssamfund, og uddannelsessystemerne i de nordiske lande har meget til fælles. I det nordiske samarbejde om forskning er der en koordineringsinstans, NordForsk, men inden for uddannelse er der ingen lignende ordning. Årsagen kan være den, at uddannelsesområdet består af anliggender, der overvejende sorteres under nationale anliggender og administreres i overensstemmelse med dette. Men kan de nordiske lande øge deres samarbejde på dette område til trods for førnævnte faktum? Det anser Kultur- og Uddannelsesudvalget. I dag udarbejdes mange tilsvarende rapporter og analyser parallelt i de nordiske lande uden noget samråd. Der er tale om meget identiske forskningsprojekter om samme problematikker, såsom dropout, mangel på praktikpladser og planer mod mobning. Kultur- og Uddannelsesudvalget anser, at Norden kan arbejde meget tættere sammen på uddannelsesområdet både vedrørende planlægning og udformning af politik. Et samarbejde om forskning kan også forhindre overlapning. Selv om hvert land kan nå langt på dette område, så kan et samlet Norden nå endnu længere og med færre omkostninger. 

Præsident. Med det forslag, som jeg fremlægger nu, ønsker udvalget at sætte på dagsordenen, at man øger muligheder og skærper fokus på et øget nordisk samarbejde på uddannelsesområdet for dermed at skabe større overensstemmelse mellem landenes uddannelsespolitik. Samtidigt ønsker Kultur- og Uddannelsesudvalget at betone vægten af at oprette en fælles nordisk informationsformidling om uddannelse. En sådan formidling vil skabe større opmærksomhed om ny viden inden for nordisk uddannelse, både i Norden og internationalt. Til sidst anser udvalget, at de nordiske undervisningsministre burde fremlægge en vision om ...