Eygló Harðardóttir (Svar på spørgsmål)

Information

Speech type
Svar på fråga
Speech number
240
Speaker role
Islands samebejdsminister
Date

Ég þakka kærlega fyrir spurninguna. Mér finnst einmitt einkar áhugavert að fá þessa spurningu hvað varðar ungt fólk og möguleikann á því að starfa í öðrum löndum vegna þess að ég starfaði sjálf við það áður en ég varð ráðherra að hjálpa ungu fólki að fara til annarra landa og leita að störfum. Ég hef því verið mjög áhugasöm um Nordjob, finnst það skipta verulega miklu máli. Við höfum einmitt verið að ræða það, sérstaklega þá á Íslandi, og síðan hef ég verið að fylgjast með umræðunum sem eru í gangi varðandi Jobbresan, hvernig hægt væri að styðja enn frekar við möguleika ungs fólks, sérstaklega ungs fólks sem er atvinnulaust, ungs fólks sem hefur ekki eigin fjármuni til að kosta það að fara til annarra landa, Norðurlanda, til að leita að störfum. Ákveðin niðurstaða náðist í þetta varðandi niðurskurðinn en ég hef fundið fyrir því hér á þinginu og í samtölum mínum að fólk er ekki sátt við þá niðurstöðu og mundi vilja sjá aukna fjármuni fara í að styðja ungt fólk. Ég get að sjálfsögðu tekið undir það og ég held að Norðurlöndin ættu einmitt að vinna mjög náið saman að þessu. Við á Íslandi þyrftum líka að skoða okkar mál aðeins betur, við höfum ekki verið að styðja unga fólkið okkar í sama mæli og önnur Norðurlönd hafa verið að gera, til að leita að störfum annars staðar.

Skandinavisk oversettelse

Jeg takker for spørgsmålet. Jeg finder det ganske interessant at få netop dette spørgsmål om unges muligheder for at arbejde i andre lande, fordi jeg selv, inden jeg blev minister, arbejdede med at hjælpe unge med at rejse og søge arbejde i andre lande. Derfor har jeg været meget interesseret i Nordjobb, og finder det særdeles vigtigt. Det har vi netop diskuteret, først og fremmest i Island, hvor jeg har fulgt med i diskussionerne om Jobbresan, om hvad man mere kan gøre for at forbedre unges muligheder – især for de ledige og dem, der ikke har økonomiske midler til at rejse til andre lande – andre nordiske lande – for at søge jobs. En vis afklaring kom i form af nedskæringer, men jeg har bemærket her på sessionen og under mine samtaler med folk, at de ikke er tilfredse med dette resultat, og at de gerne ser flere midler afsat til at støtte unge mennesker. Det kan jeg kun tilslutte mig, og jeg mener, at Norden burde samarbejde tæt om netop dette. I Island har vi også brug for at se nærmere på dette område. Vi har ikke støttet vores unge i at søge jobs andre steder i samme grad, som man har gjort i de øvrige nordiske lande.