Fundur fólksins 2023: Sjálfbært fæðuval fyrir heilsuna og umhverfið – tækifæri til framtíðar

16.09.23 | Viðburður
alt=""
Photographer
RJM9281, Skyfish
Við ættum að borða meira grænmeti og minna kjöt bæði heilsunnar vegna og loftslagsins vegna. Í fyrsta skipti snúast norrænu næringarráðleggingarnar bæði um hvaða matur er góður fyrir heilsuna - og fyrir umhverfið.

Upplýsingar

Dates
16.09.2023
Time
14:00 - 14:40
Location

Fundur fólksins
Norræna húsið
Reykjavík
Ísland

Type
Umræðufundur

Norrænu næringarráðleggingarnar eru afrakstur fimm ára vinnu þar sem um 400 vísindamenn frá ýmsum fræðasviðum tóku þátt. Skýrslan er ein sú mest lesna, af þeim sem gefnar eru út af Norrænu samstarfi, og leggur grunninn að innlendum leiðbeiningum um mataræði á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði og einn skýrsluhöfunda, mun kynna ráðleggingarnar og fjalla um hvernig mataræðið getur samtímis stuðlað að heilbrigðum líkama og heilbrigðu umhverfi.

Þar sem ráðleggingarnar kalla á aukna neyslu af grænmeti og korni munum við einnig varpa ljósi á innlenda framleiðslu þessara fæðuflokka – en sem stendur geta íslenskir bændur ræktað um 43% grænmetis og 1% korns sem neytt er í landinu. Michael Lyngkjær, plöntusérfræðingur hjá Norrænu erfðaauðlindamiðstöðinnni (NordGen) mun flytja erindi um þau tækifæri sem liggja í aukinni og fjölbreyttari grænmetis- og kornræktun á Íslandi

Þátttakendur:

  • Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands
  • Michael Lyngkjær, plöntusérfræðingur hjá Norrænu erfðaauðlindamiðstöðinnni (NordGen)
  • Emily Jaimes Richey-Stavrand, hringrásarhagkerfisfulltrúi Ungra umhverfissinna

Fundarstjóri:

  • Bryndís Eva Birgisdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands.