Finnið fjármagn í norræna draumaverkefnið!

30.11.17 | Fréttir
Dreng på cykel på Island
Photographer
Yadid Levy / Norden.org
Í lok desember verður opnað fyrir umsóknir um styrki frá norrænu barna og ungmennanefndinni, NORDBUK. Hægt er að sækja um styrki vegna norrænnar samvinnu milli barna og ungmenna. Um getur verið að ræða málþing, námskeið, sumarbúðir og menningarsamkomur. Og ekki nóg með það. Einnig er að finna á annan tug styrktaráætlana þar sem fólk sem vinnur að verkefnum sem tengjast börnum og ungmennum getur sótt um fjárstuðning. Hér er listi yfir þessar styrktaráætlanir.

Norrænt samstarf fyrir börn og ungmenni

 • Styrktaráætlun NORDBUK: Áætlunin styrkir verkefni barna og ungmenna sjálfra og hefur að markmiði að styrkja samtök þeirra, áhrif og þátttöku í pólitískri, menningarlegri og félagslegri vinnu, ásamt því að styrkja norræna sjálfsvitund barna og ungmenna. Markhópurinn er Norðurlandabúar 30 ára og yngri.

   

Menning, listir og tungumál

 • VOLT: Menningar og tungumálaverkefni fyrir börn og ungmenni. Volt er ætlað að styðja norræna fundi og samvinnu gegnum menningu og tungumálaskilning á Norðurlöndum. Mikil áhersla er lögð á þátttöku og áhrif unga fólksins sjálfs í þessu verkefni ásamt því að það sé vel tengt börnum eða ungmennum.

 • Lista- og menningaráætlunin: Lista- og menningaráætlunin styður norrænt samstarf á sviði menningar og lista. Hægt er að sækja um styrki til verkefna sem hafa listrænt eða menningarlegt gildi og stuðla að fjölbreyttum og sjálfbærum Norðurlöndum.

   

Jafnréttismál

 • Norræni jafnréttissjóðurinn: Jafnréttissjóður Norrænu ráðherranefndarinnar fjármagnar verkefni þar sem að lágmarki þrenn samtök frá að lágmarki þremur Norðurlöndum vinna saman að því að stuðla að jafnrétti.

   

Vinnumál

Menntun

 • Nordplus: Stærsta menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar á sviði símenntunar.

   

Aðlögun

 • Aðlögunaráætlunin: Markmiðið er að styrkja norrænt samstarf um aðlögun flóttafólks og innflytjenda.

   

   

   

Norðurslóðir

 • NORA: Leggur fé til verkefna þar sem að minnsta kosti tvö Norðurslóðalandanna (Grænland, Ísland, Færeyjar og nyrsti hluti Skandínavíu) taka þátt. NORA styður alls konar verkefni en markmið þeirra verður að vera að styrkja svæðið.

   

Rannsóknir

 • NOS-HS: Norræna samstarfsnefndin um hugvísindarannsóknir (NOS-HS) veitir styrki á sviði hug- og félagsvísinda. Áður hefur tímaritið Skandinavisk tidskrift for Børne- og Ungdomspsykiatri og Psykologi hlotið styrk.

   

Rússland og Eystrasaltsríkin

 • SIU: Norræn-rússneska samstarfsáætlunin um menntamál og rannsóknir styrkir sameiginleg verkefni milli háskóla og rannsóknarstofnana í Rússlandi og á Norðurlöndum. Áður hefur rannsóknarverkefni um aukin gæði náms og námsmats yngstu nemenda Svíþjóðar og Rússlands hlotið styrk.

 • Styrkjaáætlun fyrir félagasamtök á Eystrasaltssvæðinu: Samtök sem ekki eru á vegum ríkisins gegna mikilvægu hlutverki á mörgum forgangssviðum í samstarfi Norrænu ráðherranefndarinnar við Eystrasaltslöndin og Norðvestur-Rússlands og einnig sem samstarfsaðilar um verkefnið að byggja upp tengslanet og í samstarfsverkefnum á Eystrasaltssvæðinu sem ná yfir landamæri.

 • Ferðastyrkir: Áætlun um hreyfanleika í menningargeiranum styrkir samstarf milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á sviði lista og menningar. Í áætluninni er lögð áhersla á að auka miðlun þekkingar og sambanda ásamt nærveru og áhuga á listum og menningu á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Í áætluninni um hreyfanleika eru þrenns konar styrkir: Ferðastyrkir, netverkssyrkir og dvalarstyrkir.

Málefni fatlaðs fólks

 • Norræna velferðarmiðstöðin: Fjármagnið á að stuðla að því að samtök fatlaðs fólks á Norðurlöndum eigi þess kost að vinna saman, þróa verkefni eða byggja upp samvinnu við samsvarandi samtök í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Norðvestur-Rússlandi. Verkefnin verða á einhvern hátt að gagnast hagsmunum fatlaðs fólks.