Langar þig að búa til uppskriftir að umbreytingum? Taktu þátt í útgáfuhófi bókarinnar Cookbook for systems change!

17.12.20 | Fréttir
Ilustration eatforum sin granulado
Photographer
norden.org
Hvernig innleiðum við aðferðir sem hjálpa okkur að takast á við stærstu samfélagsáskorun okkar tíma? Þann 26. janúar er þér boðið að fá innsýn í mikilvægustu niðurstöður bókarinnar Cookbook for systems change - Nordic innovation strategies for sustainable food systems, Matreiðslubók fyrir kerfisbreytingu - Norrænar nýsköpunaraðferðir fyrir sjálfbært matvælakerfi.

Í bókinni Cookbook for systems change - Nordic innovation strategies for sustainable food, unnin af norræna matvælaverkefninu Nordic Food Policy Lab sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, Stockholm Resilience Centre og EAT, er sett fram inngildandi norræn nálgun að rannsóknar- og nýsköpunarmiðuðum verkefnum. Með því að nýta tækifærin og sjóða niður stórar áskoranir með staðbundnum, aðgerðamiðuðum dæmum sjá þessar norrænu nýsköpunaraðferðir okkur fyrir kerfisbundinni nálgun þegar tekið er á flóknum áskorunum og fyrsta verkefnið er matvælakerfið okkar.

Byggst hefur upp áræðni meðal valdhafa til þess að taka upp tilraunakenndari nálgun.

Takið þátt 26. janúar!

Langar þig að kynna þér þessa nálgun og hvernig norræn rannsóknar- og nýsköpunarfyrirtæki vinna saman að því að raungera hana. Vertu með okkur þegar við kynnum matreiðslubókina og taktu þátt í sérstöku 2X30 mínútna örnámskeið sem hefst á umræðum um þörfina fyrir nálgun sem byggir á hugsjón og fylgt er eftir með ferðalagi um Cookbook for systems change - Nordic innovation strategies for sustainable food.

Bókin Cookbook for systems change fjallar um hlutverkið sem öflugt nýsköpunarkerfi getur leikið í samspili við aðrar leiðir í átt að sjálfbæru matvælakerfi. Í bókinni er að finna innihaldsefni - sniðmát til að þróa aðgerðir, leiðbeiningar um hvernig hægt sé að hefjast handa og dæmi um þverfagleg verkefni - sem nýta má til að búa til uppskriftir að breytingum. Hún býður einnig upp á nýjar leiðir að því að vinna með flókin og öflug kerfi.

 

Kerfisbreyting útskýrð: kynning á aðgerðamiðaðri nálgun við að umbreyta matvælakerfinu

Dagsetning: 26. janúar, 2021

Tími: 10-11 (CET)

Beint streymi á Zoom: Skráið ykkur hér til að fá sendan hlekk á viðburðinn 

Viðburður á Facebook: Taktu þátt í útgáfuhófi bókarinnar Cookbook for systems change!

 

Gestir:

  • Sebastian Hielm - framkvæmdastjóri matvælaöryggis, Landbúnaðar og skógræktarráðuneyti Finnlands og formaður matvælráðs Finnlands
  • Dan Hill - framkvæmdastjóri stefnumótunar, Vinnova
  • Sigridur Thormodsdottir -  forstöðumaður lífræns iðnaðar, Innovation Norway
  • Ove Kenneth Nodland - nýsköpunarstjóri EAT
  • Afton Halloran - aðalritstjóri matreiðslubókarinnar og ráðgjafi um sjálfbær matvælakerfi
  • Höfundar bókarinnar Cookbook for systems change

Um

The Cookbook for systems change er afurð samstarfs milli Nordic Food Policy Lab, verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um matvælastefnu, Stockholm Resilience Centre og EAT og er liður í samnorrænu frumkvöðlaverkefni með þátttöku eftirfarandi samtaka:

  • Design og Arkitektur Norge
  • Dansk Design Center
  • EIT Climate-KIC
  • EIT Food
  • Formas
  • Innovasjon Norge
  • Nordic Innovation
  • Matís
  • Forskningsrådet, Noregi
  • Sitra
  • Vinnova

EIT Climate-KIC fjármagnaði gerð bókarinnar og var það hluti af verkefninu Deep Demonstrations on Resilient Food Systems and Diets.  Höfundar bókarinnar eru Afton Halloran (ritstjóri), Amanda Wood, Florencia Aguirre, Marie Persson, Marius Weschke og Ove Kenneth Nodland.