Nýr leikur hjálpar þér að bæta matarvenjur þínar

16.10.20 | Fréttir
Game Nordic Food
Photographer
norden.org
Hvernig lítur hollur og sjálfbær matardiskur út á Norðurlöndum, í Kanada, Indónesíu eða Brasilíu? Nýr og gagnvirkur leikur sem kemur út í dag, á alþjóðlega matvæladeginum, hjálpar þér að komast að því. Í leiknum eru staðreyndir og leiðbeiningar um mataræði nýttar til að sýna að best gæti verið að byrja á matvælunum ef maður vill gera jörðina að heilnæmari stað. Spilum!

Leikurinn FOOD CHOICES FOR A HEALTHY PLANET hlaut stuðning frá Food at Google og var framleiddur í gegnum fjárfestingarverkefni á sviði matvælalausna með þátttöku sérfræðinga í næringarmálum og loftslagsbreytingum frá öllum heimshornum. Nordic Food Policy Lab hjá Norrænu ráðherranefndinni var boðið að taka þátt í þessu nýstárlega samstarfsferli.

Gott dæmi um það sem hægt er að áorka á stuttum tíma þegar fólk með mismunandi bakgrunn og ólíka sérþekkingu kemur saman til að skapa eitthvað í sameiningu.

Chavanne Hanson, yfirmaður Food Choice Architecture and Nutrition hjá Google

Matarvenjum breytt með leikvæðingu

Norðurlönd, með sín norrænu næringarviðmið, metnaðarfullar matvælastefnur og sjálfbæra matarmenningu, eru á meðal fjögurra helstu landa og svæða sem taka þátt. Hin svæðin eru Brasilía (með áherslu á matvæli úr héraði og óunnin matvæli í stað unninna), Kanada (með áherslu á jurtafæði) og Indónesía (með áherslu á heilnæma næringu fyrir börn út frá sjónarhóli þróunarríkis). Marie Persson, verkefnisstjóri Nordic Food Policy Lab, var ein þeirra sem hönnuðu leikinn:

„Leiknum er ætlað að vera skemmtileg leið fyrir fólk að takast á við það aðkallandi málefni sem sjálfbær matvæli eru. Food Choices for a Healthy Planet nýtir leikvæðingu í bland við staðreyndir til að gera fólki kleift að upplifa og sjá hvernig breyta má ákvörðunum til að ná betri árangri. Hann sýnir hvernig sjálfbært og heilnæmt mataræði lítur út í samhengi við mismunandi matarmenningu. Leikurinn byggist á hefðbundnum leiðum við að miðla ráðgjöf um mataræði en gengur jafnvel lengra.“

Leiknum er ætlað að vera skemmtileg leið fyrir fólk að takast á við það aðkallandi málefni sem sjálfbær matvæli eru.

Marie Persson, verkefnisstjóri Nordic Food Policy Lab

Sameiginleg hönnun í gegnum fjárfestingarverkefni

Í stað þess að styðjast við nálgun sem byggist á fyrirmælum og veita eitt alþjóðlegt sjónarhorn á mataræði sem hægt væri að aðlaga að þörfum einstakra landa ákvað hópurinn að miða við hvert land fyrir sig, enda sé geta hvers lands til að sjá sér fyrir matvælum einstök út frá menningarlegu, fjárhagslegu, sögulegu og landbúnaðartengdu sjónarhorni.

„Leikurinn Food Choices for a Healthy Plaet er gott dæmi um það sem hægt er að áorka á stuttum tíma þegar fólk úr mismunandi áttum og með ólíka sérþekkingu kemur saman til að skapa eitthvað í sameiningu. Leikurinn sameinar sérþekkingu á málefninu, svæðum og löndum, tækni og leikjum og afraksturinn er nýstárleg leið til að koma á framfæri upplýsingum um matvæli, næringu og sjálfbærni ásamt leiðbeiningum um mataræði. Vonandi stuðlar hann að framförum í þágu sjálfbærs og heilnæms mataræðis hjá einstaklingum, í iðnaði og í stefnumörkun,“ segir Chavanne Hanson, yfirmaður Food Choice Architecture and Nutrition hjá Google.

Hugbúnaður leiksins or opinn og er hann endurgjaldslaus fyrir alla en markmiðið er að kennarar, nemendur og aðrir sem vilja láta til sín taka geti nýtt sér hann. Einnig nýtist leikurinn sem innblástur fyrir stefnumótendur með því að færa þeim nýjar leiðir til að miðla ráðum um heilsu og sjálfbærni. Vonir standa til þess að matarvenjum og gögnum frá fleiri löndum verði bætt við.

Spilum!

Skorið á ykkur sjálf til að sjá hvaða áhrif daglegar ákvarðanir í matarmálum hafa.

LEIKUR x MENNING x LEIÐBEININGAR UM MATARÆÐI = BREYTINGAR Í MATVÆLASTEFNU

Frekari upplýsingar