Fyrirtæki í Færeyjum

Dialog post-its brainstorm
Photographer
Heidi Orava
Hér er að finna upplýsingar um stofnun fyrirtækis, mannaráðningar, sölu og verslun fyrir þig sem hyggst hefja atvinnurekstur í Færeyjum.

Hér er að finna upplýsingar um hvernig þú hefur atvinnurekstur, ræður starfsfólk og rekur fyrirtæki á Norðurlöndum. Þar er einnig fjallað um sölu og verslun með vörur á norrænum mörkuðum og hvernig þú ræður til þín starfsfólk yfir landamæri Norðurlanda.

Að hefja rekstur í Færeyjum

Ef þú hyggst hefja atvinnurekstur í Færeyjum veita ýmsar opinberar stofnanir upplýsingar sem varða stofnun fyrirtækis, mannaráðningar og fyrirtækjarekstur. Þar færðu nákvæmar upplýsingar um hvernig þú undirbýrð atvinnurekstur, velur félagaform, velur firmaheiti, vinnur viðskiptaáætlun og skráir fyrirtækið.

 

Almennar upplýsingar um að hefja atvinnurekstur í Færeyjum er að finna á opinberri upplýsingagátt Færeyja. Skattayfirvaldið TAKS og fyrirtækjaskráin Skráseting Føroya veita nánari upplýsingar varðandi stofnun fyrirtækis.

Færeysk fyrirtæki á Norðurlöndum

Færeysk fyrirtæki sem hyggja á útrás eða viðskipti við útlönd geta leitað upplýsinga og aðstoðar hjá eftirfarandi yfirvöldum.

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú ert með spurningar varðandi stofnun eða rekstur fyrirtækis í Færeyjum geturðu leitað til skattayfirvaldsins TAKS.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna