Atvinnuleit í Færeyjum

Þegar þú leitar að starfi í Færeyjum geturðu leitað á Starv.fo sem heyrir undir vinnumiðlun vinnumálastofnunarinnar í Færeyjum.
Þú getur einnig leitað á fréttagáttin þar sem er listi yfir störf í boði.
Auk þess eru stóru vinnustaðirnir með auglýsingar á sínum eigin heimasíðum þar sem sóst er eftir vinnukrafti í störf í hverju og einu fyrirtæki.
Vinnuafl utan Norðurlanda
Vinnuafli sem kemur til Færeyja frá löndum utan Norðurlanda verður að standa til boða 40 stunda vinnuvika. Auk þess verður að vera þörf fyrir vinnuaflið og atvinnuleyfið verður að fylgja samningum á svæðinu.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.