Atvinnu- og dvalarleyfi í Færeyjum

Arbejds- og opholdstilladelse på Færøerne
Norrænum ríkisborgurum er frjálst að ferðast til Færeyja til dvalar, náms og starfa.

Norrænum ríkisborgurum er frjálst að ferðast til Færeyja til dvalar og starfa. Þú þarft hvorki vegabréfsáritun, atvinnuleyfi né dvalarleyfi.

Ríkisborgarar landa utan Norðurlanda

Ef þú ert hins vegar frá landi utan Norðurlandanna þarftu að vera með atvinnu- og dvalarleyfi til þess að starfa í Færeyjum.

 

Færeyjar eru ekki aðilar að Evrópusambandinu (ESB) og þess vegna eiga ESB-reglur um frjálsa för ekki við um Færeyjar.

 

Það er á þína ábyrgð að útvega atvinnuleyfi ef þú ert útlendingur.

 

Sjá leiðbeiningar hjá  útlendingastofnuninni   í Danmörku um atvinnuleyfi í Færeyjum fyrir útlendinga utan Norðurlandanna.

 

Atvinnu- og dvalarleyfi í Færeyjum gildir ekki vegna dvalar í öðrum löndum, ekki heldur Danmörku og Grænlandi.

 

Meginreglan er sú að þú getir tekið með þér maka þinn og börn yngri en 21 árs. Fjölskyldan þarf þó vegabréfsáritun ef hún er með ríkisfang í landi sem Færeyjar krefjast vegabréfsáritunar frá.

 

Ef maki/sambýlingur eða barn er ríkisborgari í öðru ríki getur viðkomandi sótt um dvöl sem fjölskyldumeðlimur. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum nyidanmark.dk.

 

Ítarlegri upplýsingar veitir Útlendingastovan.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna