Skattur í Færeyjum

Skat på Færøerne
Hér er að finna upplýsingar um reglur sem gilda um þig sem ert skattskyld/ur - að takmörkuðu leyti eða að fullu - í Færeyjum.

Meginreglan er sú að þú átt að greiða skatt þar sem þú vinnur og aflar tekna. Þú átt ekki að greiða skatt í tveimur norrænum ríkjum vegna sömu tekna.Kveðið er á um þetta í norræna tvísköttunarsamningnum sem Danmörk, Færeyjar, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð eru aðilar að.

Þú þarft hvorki að sækja um atvinnuleyfi né dvalarleyfi ef þú kemur til Færeyja frá öðru norrænu ríki. Norrænir samningar tryggja að íbúar Norðurlanda geti ferðast frjálst milli landanna. Hins vegar eru allir sem starfa í Færeyjum skattskyldir - annað hvort að takmörkuðu leyti eða að fullu.

Hversu mikinn skatt á ég að greiða?

Í stórum dráttum er skilið milli takmarkaðrar og fullrar skattskyldu.

Þú ert með takmarkaða skattskyldu ef þú starfar í Færeyjum án þess að flytja heimilisfang þitt þangað. Dvölin má þó ekki vera lengri en 180 dagar á tólf mánaða tímabili. Ef þú dvelur í Færeyjum lengur en 180 daga á tólf mánaða tímabili ertu skattskyld/ur að fullu.

Auk tekjuskatts eiga allir sem eru skattskyldir í Færeyjum að greiða útsvar sem er breytilegt milli sveitarfélaga.

Ef þú ert skattskyld/ur að fullu í Færeyjum og ert með tekjur eða aðra starfsemi í öðru norrænu ríki og ert þess vegna skattskyldur vegna þeirra tekna eða starfsemi í báðum löndum er skattlagning í samræmi við tvísköttunarsamninginn.

Hafðu samband við TAKS til að fá nánari upplýsingar um hvað á við í þínu tilviki.

Ef dvöl þín í Færeyjum er framlengd eða ef staða þín af öðrum ástæðum breytist frá því að vera skattskyld/ur að hluta yfir í að vera skattskyld/ur að fullu þá ertu þar með skattskyld/ur að fullu frá fyrsta degi dvalarinnar í Færeyjum.

 

Bankareikningur

Til þess að geta tekið við launum og borgað skatt í Færeyjum er nauðsynlegt að stofna bankareikning í einum hinna fjögurra færeysku banka. Þetta eru Bank Nordik, Betri Banki, Norðoya Sparikassi og Suðuroya Sparikassi.

 

Takmörkuð skattskylda

Ef þú ert skattskyld/ur að hluta áttu að greiða 42% af A-tekjum þínum í skatt. Þú átt ekki að greiða í fæðingarorlofssjóð, í atvinnuleysistryggingasjóð eða sjúkratryggingasjóð.

Á móti kemur að þú átt ekki rétt á greiðslum úr þessum opinberu sjóðum.

Takmörkuð skattskylda nær ekki yfir vinnumarkaðsskatt, en greitt eru 3% af skattskyldum tekjum.

Í einhverjum tilvikum getur einstaklingur sem er skattskyldur að hluta stofnað persónulega tryggingu sem myndi veita rétt til bóta úr einhverjum þessara sjóða. Hafið samband við viðkomandi sjóð til að fá nánari upplýsingar um hvernig þú getur stofnað slíka tryggingu og hvaða rétt hún myndi veita þér.

Ef þú ert með takmarkaða skattskyldu áttu ekki heldur rétt á skattafrádrætti eða vaxtabótum.

Ef þú starfar hjá FAS (Faroe Islands National and International Ship Register) eða á BareBoat skipum áttu að borga 35 % skatt.

 

Full skattskylda

Ef þú ert skattskyld/ur að fullu áttu að gefa upp allar tekjur þínar í Færeyjum og erlendis á skattframtali þínu.

Skatturinn af A-tekjunum er um 40%, eftir því hversu háar tekjur þú ert með og í hvaða sveitarfélagi þú átt heima.

Auk þess þarftu að greiða

  • 0,71 % í framlag vegna fæðingarorlofs ef þú ert á aldrinum 16 til 67 ára og skattskyld/ur að fullu í Færeyjum. Sjá nánar á www.barsil.fo
  • 3 % í „samhaldsfasti“/vinnumarkaðsskatt
  • 1,25 % til ALS, atvinnuleysistryggingarsjóðsins
  • 175 kr. á mánuði plús 0,60 % af skattskyldum tekjum til Heilsutrygd, opinberrar sjúkratryggingar
  • 150,- kr. á mánuði í útvarpsgjald til opinberu útvarps- og sjónvarpsstöðvanna, Kringvarp Føroya (Kvf). (Upphæðin er breytileg. Sjá neðar á síðunni).

Á tekjuskattstöflunni (landsskattetavlen)  má finna yfirlit yfir hvað þú átt að greiða í tekjuskatt,

Hjá TAKS er yfirlit yfir útsvarsprósentu sveitarfélaganna.

 

Sjálfstætt starfandi

Tekjuskattsþrepin eiga einnig við um sjálfstætt starfandi fólk. Hafðu samband við TAKS ef þú vilt fá nánari upplýsingar um að hefja störf sem sjálfstætt starfandi.

 

Námsmenn

Almennt á það við að námsfólk frá norrænu ríkjunum sem dvelur í Færeyjum vegna náms er ekki skattlagt af innkomu utan Færeyja.

Milli Danmerkur og Færeyja gildir (árið 2012) að í Færeyjum er ekki lagður skattur á námsfólk frá Danmörku vegna atvinnutekna sem nema allt að 71.000 og aflað er í Færeyjum eða í Danmörku.

 

Hvaða rétt á ég til frádráttar?

 

Barnafrádráttur gyldir bæði fyrir tekjuskatt og útsvar til sveitarfélaga. Frádrátturinn ræðst af aldri barnsins. Ef barnið er yngra en sjö ára er frádrátturinn 9.200 kr. á ári. Ef barnið er milli sjö og sautján ára er frádrátturinn fyrir hvert barn 6.500 kr. á ári. (2020)

Reglurnar er mismunandi eftir sveitarfélögum.

Barnafrádráttur gyldir bæði fyrir tekjuskatt og útsvar til sveitarfélaga. Frádrátturinn ræðst af aldri barnsins. Ef barnið er yngra en sjö ára er frádrátturinn 9.200 kr. á ári.

Ef þú ert skattskyld/ur að fullu áttu rétt á vaxtabótum sem hjálpar til við greiðslu vaxta vegna þess húsnæðis sem þú átt og býrð í, í Færeyjum.

Árið 2018 nemur stuðningurinn 35% en hann getur þó ekki orðið hærri en 35.000 á ári. Prósentan er breytilegt svo best er að leita nánari upplýsinga um vaxtabætur í bankanum eða hjá TAKS.

 

Skattlagning lífeyris

Í Færeyjum er skilið milli opinbers lífeyris sem allir lífeyrisþegar fá greiddan og eftirlauna sem er söfnunarkerfi sem flestir sem starfa á færeyskum vinnumarkaði eru aðilar að og fer yfirleitt í gegnum stéttarfélögin.

Andstætt því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum eru lífeyrir og eftirlaun sem greidd eru í Færeyjum sköttuð áður en þau eru greidd út.

Lífeyrir frá norrænu ríki er skattlagður í því landi sem hann er greiddur út. Þó er í gildi sérregla milli Færeyja og Danmerkur um að lífeyrir er skattlagður í því landi sem viðtakandi á heima. Lífeyrir frá norrænu ríki sem ekki er skattlagður þar er skattskyldur í Færeyjum.

 

Skattur af fasteignum

Leigutekjur af færeyskri fasteign er skattlögð í Færeyjum en enginn skattur er af fasteignum (fasteignavirðisskattur og fasteignaskattur).

Leigutekjur af fasteign erlendis er skattlögð í því landi en gera þarf grein fyrir þeim í skattframtali og þeim fylgir réttur til skattaafsláttar.

Vegna fasteigna fólks sem er búsett utan Færeyja á það við að leigutekjur af fasteign í Færeyjum sem er í eigu einstaklings sem er búsettur utan Færeyja er skattlögð í Færeyjum.

Ef þú vilt nánari upplýsingar um skatt í Færeyjum má hafa samband við TAKS.

 

Kringvarp Føroya (Kvf)

Sértu búsett/ur í Færeyjum og milli 24-66 ára, á að borga 150,- kr. á mánuði í útvarpsgjald til opinberu útvarps- og sjónvarpsstöðvanna, Kringvarp Føroya (Kvf). Sértu eldri en 67 ára borgaru 50,- kr. á mánuði. Yngri en 23 ára borga ekkert.

Borga skal útvarpsgjaldið til Kvf, ef viðkomandi er með fulla skattskyldu í Færeyjum. Ef viðkomandi er námsmaður eða búsettur erlendis, en með fulla skattskyldu í Færeyjum, borgar viðkomandi ekkert.

TAKS tekur við greiðslunum til Kvf.

Sértu með A-tekjur dragast greiðslurnar til Kvf sjálkrafa af laununum í hverjum mánuði. Ef einstaklingur fær námsstyrk á meðan búsetu í Færeyjum stendur og viðkomandi er milli 25-66 ára er greiðslan til Kvf sjálfkrafa dregin af mánaðarlegu styrkveitingunni.

Ef þú ert ekki með A-tekjur færðu greiðsluseðil mánaðarlega í pósti.

Fyrirtæki, félög, stofnanir og opinber yfirvöld borga Kvf-gjald einu sinni í mánuði, sem tekur mið af launakostnað þeirra.

Kirkjuskattur

Ef þú ert í færeysku þjóðkirkjunni borgar þú 0,6% af A-tekjum þínum í kirkjuskatt. Ef þú óskar eftir því að ganga úr færeysku þjóðkirkjunni á að tilkynna það til TAKS.

 

Tollareglur í Færeyjum

Finna má upplýsingar um gildandi tollareglur hjá TAKS.

  • Innflutningur á vörum til Færeyja
  • Tollareglur sem eiga við ferðamenn til og frá Færeyjum

Hafðu samband við TAKS  til að fá nánari upplýsingar um reglur sem eiga við um búslóðir.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna