Um kjörnefndina

Kjörnefnd undirbýr og leggur fram tillögur að kjöri sem fer fram á þinginu.

Í kjörnefnd sitja sjö fulltrúar frá Norðurlöndunum fimm. Allir flokkahópar eiga þar fulltrúa og velur kjörnefndin sjálf formann og varaformann.

Byggt á tillögum flokkahópa (og fulltrúa sem ekki tilheyra flokkahópum) leggjur kjörnefnd fram tillögu að fulltrúum sem kosnir eru af þinginu. Sendinefndirnar tilnefna þó forseta og varaforseta og fulltrúa í eftirlitsnefnd Norræna fjárfestingabankans, stjórn Norræna menningarsjóðsins og Norræna samstarfsráðsins um málefni fatlaðra.

Lögð er áhersla á að kjörnefnd taki tillit til þjóðernis og kynjaskiptingar við tilnefningar.

Þegar þörf er á aukakosningum milli þinga leggur kjörnefnd þær til við forsætisnefndina.