Um norrænan vinnuhóp um efni, umhverfi og heilsu

Samstarf norrænu ríkjanna á sviði efnavöru á sér stað í gegnum norrænan vinnuhóp um efni, umhverfi og heilsu (NKE) og undirhópa hans. 

Megináherslusvið norræns vinnuhóps um efni, umhverfi og heilsu (NKE) eru tvö og byggja á nýrri samstarfsáætlun um umhverfi og loftslag 2019-2024, annars vegar er það um eiginleika efnavöru og áhættu henni samfara og hins vegar alþjóðlegt samstarf á sviði efnavöru.

Starfssvið NKE er breitt og í samstarfinu felst mikil áskorun. Þess vegna hefur NKE í mörg ár byggt upp samstarfsnet sérfræðinga úr norrænu stjórnsýslunni. Komið hefur verið á fót undirhópum (verkefnahópum) sem tengjast mismunandi markmiðum innan málefnasviðsins Samstarfið milli norrænu ríkjanna beinist oft á tíðum að áhrifum Evrópusambandsreglna á sviði efnavöru en snýr einnig að alþjóðlegum málefnum, svo sem alþjóðasamningum, umhverfi á norðurslóðum, samstarfi um prófunaraðferðir og efnavöru innan OECD sem einnig myndar grundvöll fyrir Evrópusambandsreglurnar. Samstarf hópsins snýst þannig um að draga úr þeirri hættu sem umhverfi og heilsu stafar af notkun efna og efnavöru til framleiðslu.

Contact information