Umboð norræna vinnuhópsins um líffræðilega fjölbreytni

Hér má lesa um umboð norræna vinnuhópsins um líffræðilega fjölbreytni.

1. Markmið starfsins í vinnuhópnum 

Almennt markmið norræna vinnuhópsins um líffræðilega fjölbreytni er að vinna að því að stöðva tapið á líffræðilegri fjölbreytni ásamt sjálfbærri nýtingu og minnkandi tapi og uppbroti á náttúrulegu og menningarlegu umhverfi.
Auk þess er hópnum ætlað að vinna að aukinni þekkingu á loftslagáhrifum á náttúruna og möguleikum varðandi aðlögun að loftslagsbreytingum, endurheimt vistkerfa, að Aichi-markmiðunum verði náð og þróun hnattrænna samninga eftir 2020 vegna aðlögunar í Dagskrá 2030. Auk þess á hópurinn að vinna að þróun á frekari þekkingu á þjónustu vistkerfa, þar á meðal náttúrlegu og menningarlegu umhverfi sem grundvelli að útivist. Hópurinn á einnig að taka þátt í samstarfi og miðlun reynslu um verðmæti og þjónustu náttúrunnar.
 
Hópurinn á að stuðla að því að viðeigandi heimsmarkmiðum í Dagskrá 2030 verði náð innan verksviðs hans.

2. Verkefni

Vinnuhópurinn á að vinna að framkvæmd norrænu samstarfsáætlunarinnar um umhverfis- og loftslagsmál 2019-2014. Hópurinn ber þó sérstaka ábyrgð á markmiðum og forgangsröðun í 5. kafla um líffræðilega fjölbreytni. Þá á hópurinn að styðja við önnur svið og samstarfsáætlanir þar sem tilefni er til og þar sem málefnin tengjast embættismannanefndinni um umhverfis- og loftslagsmál, EK-MK.

Hópurinn á að vinna að verkefnum sem skipta máli, eru í pólitískum forgangi og eiga við á hverjum tíma.
 
Verkefnavinna hópsins skal taka mið af viðmiðunarreglum og markmiðum Norrænu ráðherranefndarinnar.
 
Hópurinn skal stuðla að alþjóðlegri þróun á sínu sviði/ábyrgðarsviði, þar á meðal í Evrópusambandinu, svæðisbundið og alþjóðlega.

3. Samstarf við aðra vinnuhópa og svið

Hópurinn á að forgangsraða sérstaklega að leita að samlegðaráhrifum og samræma starf sitt öðrum vinnuhópum á sviði umhverfis- og loftslagsmála.
 
Hópurinn á að vera þverfaglegur með tilliti til aðlögunar umhverfis- og loftslagssjónarmiða á öðrum sviðum og þar sem hægt er að ná fram stefnumótandi samlegðaráhrifum. Þetta á einnig við um samstarfið við vísindasamfélagið, atvinnulífið og frjáls félagasamtök.

4. Skipan vinnuhópsins

 Löndin skipa fulltrúa í vinnuhópinn. Fulltrúarnir skulu standa fyrir sjónarmiðum landanna og tryggja tengsl þeirra við starfsemi vinnuhópsins. Norræna ráðherranefndin tekur reglulega þátt í fundum vinnuhópsins með áheyrnaraðild.
 
Formennskan fer milli landanna. Formennska stendur í tvö ár og hægt er að framlengja henni um önnur tvö ár. Formenn, ritarar og nefndarfólk hafa hver sín hlutverk og ábyrgð. Hópurinn getur skipað undirhópa en þeir þurfa að vera samþykktir fyrirfram af EK-MK.

5. Skrifstofa hópsins 

Skrifstofa hópsins er rekin af opinberri stofnun í einu af norrænu ríkjunum og gegnir sú stofnun þá hlutverki stjórnsýslustofnunar. Hópurinn er með að minnsta kosti einn fastan ritara. Stofnunin sem sér um verkefnið getur valið að dreifa því milli nokkurra starfsmanna.

6. Upplýsingaveita og samskipti 

Hópurinn á að starfa í samræmi við samskiptaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og grein 7.5 í samstarfsáætluninni. Skýrar samskiptaáætlanir og markhópar skulu liggja fyrir vegna allra verkefna hópsins og skal þetta skilgreint í þróunarferlinu.
 
Niðurstöður verkefna nefndarinnar skulu vera aðgengilegar gegnum markvisst upplýsingastarf með þeim samskiptaáætlunum og -leiðum sem best eiga við hverju sinni. Skýrslur eru gefnar út á ensku þegar þurfa þykir.

7.  Skýrslugerð og fjárhagsáætlun 

Hópurinn gerir starfsáætlanir fyrir komandi ár og fela þær í sér fjárhagsáætlanir vegna verkefna og reksturs skrifstofu. Hópurinn skal skila skýrslu ár hvert með uppgjöri á kostnaði vegna verkefna og skrifstofurekstri ársins á undan.
Hópurinn skal gera grein fyrir samstarfi við aðra vinnuhópa á sviðinu og ávinningi starfsins bæði í starfsáætlun og ársskýrslum.
 
Einnig skal gera grein fyrir starfsemi hugsanlegra undirhópa í starfsáætlunum og ársskýrslum.

EK-MK skal samþykkja starfsáætlun og ársskýrslu.
 
Verkefnastyrki sem vinnuhópurinn veitir skulu greiðast út í áföngum í samræmi við viðmiðunarreglur Norrænu ráðherranefndarinnar.
 
Löndin standa straum af kostnaði vegna vinnu nefndarfólks og þátttöku í vinnufundum. 

8. Skipunartími 

Núverandi skipun stendur frá 1. janúar 2019 til 31. desember 2024.
 
Skipunin er samþykkt af EK-MK. EK-MK getur breytt skipuninni á tímabilinu. Vinnuhópurinn getur lagt til breytingar við EK-MK.