Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna: Takið þátt í umræðunum í Helsinki

15.10.21 | Fréttir
Helsingfors aften

Helsingfors aftenstemning

Ljósmyndari
Juha Kalaoja / Visit Finland
Í ár þarftu ekki að fljúga alla leið til Glasgow á Bretlandseyjum til að taka þátt í umræðum í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26. Norrænt samstarf veitir þér aðgang að umræðunum – rafrænt eða á staðnum í norrænu COP26 miðstöðinni í Helsinki.

8 fánar. 27 milljónir íbúa. 1 framtíðarsýn! Loftslagsmarkmið norrænu landanna eru metnaðarfull. Við viljum verða sjálfbærasta svæði heims fyrir árið 2030. Meðan á COP26 stendur bjóðum við ykkur að taka þátt í umræðum um hvernig leysa eigi loftslagskreppuna og ná markmiðinu um kolefnishlutleysi. Bæði er hægt að fylgjast með ráðstefnunni rafrænt og koma í norrænu COP26 miðstöðina í Helsinki.

Takið þátt í umræðunum á staðnum í norrænu COP26 miðstöðinni í Helsinki

Miklu skiptir að velja græna lausnir. Þess vegna þarftu ekki að setjast upp í flugvél til þess að taka þátt í umræðum um loftslagsaðgerðir. Við höfum komið upp norrænni COP26 miðstöð í Helsinki og bjóðum öllum norrænum borgurum og samtökum að taka þátt í þessum viðburði okkar. Markmið okkar er að kynna mikilvægar norrænar lausnir við þeim loftslagsáskorunum sem við glímum við og skapa vettvang fyrir samræður, miðlun þekkingar, myndun tengslaneta og stuðla að samstarfi og sameiginlegum aðgerðum á Norðurlöndum.

Hvenær: 5. nóvember til 12. nóvember

Hvar: Norræna menningarmiðstöðin, Kaisaniemenkatu 9, Helsinki

Við erum í samstarfi við hagsmunaaðila svo sem stjórnmálafólk, aðgerðasinna í loftslagsmálum, sérfræðinga, frjáls félagasamtök, fyrirtæki af öllum stærðum sem vinna að sjálfbærni og marga aðra. Okkur langar til þess að þú takir einnig þátt í samræðunum!

Takið daginn frá! Opnunarpartí laugardaginn 6. nóvember

Efni: Sjálfbær tíska og hringrásarhagkerfi

Eigið með okkur skemmtilega síðdegisstund og kvöld laugardaginn 6. október. Við opnum norrænu miðstöðina í Helsinki formlega með pop-up sýningarbásum með sjálfbærum tískumerkjum, staðbundnum og sjálfbærum drykkjum og smáréttum og plötusnúð sem leikur uppáhaldslögin þín. Takið daginn frá og takið vini ykkar með!

Rafrænt aðgengi að öllum viðburðum í Glasgow og Helsinki

Haldnir verða meira en 100 viðburðir í norræna skálanum í Glasgow og norrænu COP26 miðstöðinni í Helsinki meðan á COP26 stendur. Frá grænni orku og samgöngum til matvælakerfa og kyns. Í ár þarftu ekki að skrá þig til þess að fá aðgang að viðburðunum Góð nettenging er allt sem þarf.

Við streymum öllum viðburðum beint frá norræna skálanum í samstarfi við samstarfsaðila okkar á sviði miðlunar, We Don´t Have Time sem er leiðandi á sviði loftslagsbreytinga á samfélagsmiðlum.

Choosing Green

Norðurlöndin eru heimili okkar. Alls staðar á Norðurlöndum, í borgum og sveitum, reynum við að lifa í sátt við náttúruna og skapa sjálfbær samfélög.

En við verðum að gera betur. Loftslagsbreytingar, mengun og ógn við líffræðilega fjölbreytni kalla á athygli okkar og að við bregðumst við. Norræna líkanið stendur einnig frammi fyrir vaxandi áskorunum þegar þrýst er á varðandi lýðræði, samþættingu og inngildingu.

Á Norðurlöndum stefnum við að því að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Við erum staðráðin í að sýna hvað þetta þýðir í raun í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna undir yfirskriftinni „Choosing Green“.

Taktu endilega þessa daga frá til þess að fara til Glasgow eða Helsinki eða taktu þátt heiman úr stofu í norrænu samstarfi um að grípa til aðgerða, draga úr loftslagsáhrifum og finna lausnir við loftslagsáskorununum.