Óskað eftir nýjum vinum til að halda norrænan menningarviðburð

15.11.18 | Fréttir
Nordic Matters in London

Cirkus Cirkor at the Royal Festival Hall, London, UK, as part of Nordic Matters, Southbank Centre's year-long exploration of Nordic arts and culture in 2017

Photographer
James Shaw/Retna

Cirkör-sirkusinn í Royal Albert Hall í London, en sýningin var hluti af Nordic Matters, árslangri hátíð um norræna list og menningu, haldin í Southbank Centre árið 2017.

Menningarmálaráðherrum Norðurlanda er sönn ánægja að bjóða norrænum sendiráðum og sendifulltrúum utan úr heimi að setja fram skapandi hugmyndir um hvernig má skapa rými fyrir list og menningu Norðurlanda í heiminum.

Ráðherrarnir leita einkum að nýrri hugmynd, staðsetningu og gestgjafa fyrir þriðja viðburðinn í röð umfangsmikilla menningarviðburða sem haldnir eru víða um heim. Viðburðirnir Nordic Cool í Washington og Nordic Matters í London vöktu mikla alþjóðlega athygli og greiddu fyrir menningartengslum. Fulltrúar Southbank Centre sögðu þetta um Nordic Matters-verkefnið:

 

„Viðburðurinn var hannaður með því sjónarmiði að gefa gestum færi á að nálgast og upplifa ríkulega og margbreytilega menningu Norðurlanda á fleiri en einn hátt, og að koma á nýjum tengslum og samstarfi milli Bretlands og Norðurlanda, sem og innan Norðurlanda.“

 

Ráðherrarnir setja markið hátt. Þeir vilja að tillögurnar séu bæði eins nýstárlegar og áhugaverðar og hægt er og að þær bjóði einnig upp á samstarf við öfluga aðila á svæðinu sem geta sýnt list og menningu Norðurlanda. Af þeim hugmyndum sem berast á fyrsta stigi ferlisins verða þær bestu valdar til að fara áfram á annað stig, en þar verða eigendur hugmyndanna beðnir að lýsa verkefninu í meiri smáatriðum.

Tilkynnt verður um sigurvegara vorið 2019

Gert er ráð fyrir að ráðherrarnir velji sigurtillögu í maí 2019. Sjálfur viðburðurinn verður svo haldinn eigi síður en árið 2021 og Norræna ráðherranefndin hefur eyrnamerkt 5 milljónir danskra króna verkefninu.

Athugið að einungis sendifulltrúar fyrir Norðurlönd, sem staðsettir eru utan Norðurlanda, geta sent inn tillögur.