Skráning hafin á þemaþing Norðurlandaráðs

22.02.17 | Fréttir
 Press/media
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
Hvaða þýðingu hefur þróun mála í Bandaríkjunum fyrir Norðurlöndin? Það verður til umræðu þegar þingmenn Norðurlandaráðs koma saman til fundahalda og þemaþings í Stokkhólmi dagana 3.–4. apríl. Á meðal þátttakenda í umræðunum verður Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Skráning blaðamanna á þingið er hafin.

Mánudaginn 3. apríl hefjast fundir og þemaþing Norðurlandaráðs í sænska þinginu. Á dagskránni verða meðal annars flokkahópafundir, nefndafundir og fundur forsætisnefndar.

Daginn eftir, þriðjudaginn 4. apríl, koma þingmenn ráðsins saman til þemaþings og þemaumræðu með yfirskriftinni „Norðurlönd og Bandaríkin – nýjar forsendur“. Umræðan fer fram í Förstakammarsalen kl. 10-11.30 og er opin fjölmiðlum.

Umræðan fer fram á skandinavísku málunum (dönsku, norsku og sænsku), finnsku og íslensku. Umræðunni verður einnig streymt á vefnum á skandinavísku málunum.

  • Streymi frá þemaþinginu (riksdagen.se)

Að umræðunum loknum, kl 11:30, mun Margot Wallström svara fáeinum spurningum fjölmiðla fyrir utan Förstakammarsalen. Hinir norrænu samstarfsráðherrarnir sem taka þátt í umræðunum, hinn norski Frank Bakke-Jensen og Nina Fellman frá Álandseyjum, munu einnig svara spurningum fjölmiðla.

Að dagskrá morgunsins lokinni, um kl. 12:05, verður efnt til blaðamannafundar í Förstakammarsalen. Þátttakendur verða forseti og varaforseti Norðurlandaráðs og formenn flokkahópanna.

Á þriðjudeginum kl. 13 heldur þingið áfram í Förstakammarsalen, meðal annars með afgreiðslu þingmannatillaga, þ.e. tillaga sem þingmenn í Norðurlandaráði hafa lagt fram. Þingi verður slitið kl. 15.

Skráning á þingið

Blaðamenn sem vilja fylgjast með þemaþinginu þurfa að skrá sig í síðasta lagi þann 31. mars kl. 16 (að dönskum tíma) á þessari slóð:

Gilds blaðamannaskírteinis er krafist. Blaðamenn geta sótt um ferðastyrki.

Allar upplýsingar um þemaþingið eru uppfærðar jafnóðum á þessari síðu: