Floke – Plast i hvalen

Floke – Plast i hvalen
Ljósmyndari
Floke – Plast i hvalen
Nýsköpunarverkefni til að koma í veg fyrir að plast berist í sjó.

Æra Strategic Innovation og áætlunin „Floke – Plast i hvalen“ eru tilnefnd fyrir ötullegt starf að því að leysa mengunarvanda hafsins. Með því að gera hnattrænar áskoranir að viðráðanlegum viðfangsefnum og stefna saman aðilum þvert á fagsvið og greinar hefur Floke sýnt hvernig fyrirtæki geta fundið sóknarfæri til nýsköpunar í samfélagslegum úrlausnarefnum á borð við mengunarvandann. Áætlunin „Floke – Plast i hvalen“ tekur heildrænt á mengunarvanda hafsins með því að líta til hreinsunaraðgerða og endurvinnslu, en fyrst og fremst með því að kynna leiðir til að sneiða hjá plasti í hönnunarferli vara. Aðferðin hefur sannað sig í fyrri verkefnum af svipuðum toga og getið af sér nýjar og sjálfbærar grunnhugmyndir. Hana má ennfremur laga að ýmiss konar aðstæðum. Markmiðið er að svipuðum verkefnum verði hrint í framkvæmd bæði á Norðurlöndum og alþjóðlega.

Meiri upplýsingar